Önnur mál 2012

Málsnúmer 201201001

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 161. fundur - 11.01.2012

&a) Ferð Krílakots til Englands

 

Starfsmenn Krílakots eru á leið í námsferð til Englands og vegna þessa er samþykkt breyting á skóladagatali um að skólinn verði lokaður miðvikudaginn 16. maí en þess í stað munu tveir hálfir starfsdagar falla út á móti.

Fræðsluráð - 162. fundur - 08.02.2012

a) Rætt um sumarlokun og námskeið fyrir starfsfólk leikskóla í Uppbyggingarstefnunni þann 15. ágúst nk.  Stefnt er að því að sumarlokun fyrir börn verði frá 9. júlí til og með 15. ágúst.

Fræðsluráð - 163. fundur - 14.03.2012

&a) Skólabúðir að Húsabakka og Rimum.

 

Gísli Bjarnason skólastjóri Grunnskóla Dalvíkurbyggðar sagði frá skólabúðum á Húsabakka, 27. febrúar til 2. mars síðastliðinn. Þar voru saman 7. bekkir Grunnskóla Dalvíkurbyggðar og Valsárskóla og almenn ánægja var með búðirnar.

 

 

Fræðsluráð - 165. fundur - 08.06.2012

&&a) Þann 31. júlí nk. lætur Gitta Unn Ármannsdóttir af störfum sem leikskólastjóri Leikbæjar.

 

Fræðsluráð og starfsmenn fræðslusviðs þakka Gittu fyrir samstarfið og störf í þágu sveitarfélagsins.

 

b) Ármann Einarsson deildarstjóri tónlistarskólans hefur unnið geisladisk með nemendum leik- og grunnskóla Dalvíkurbyggðar.

 

Fræðsluráð þakkar Ármanni fyrir þetta skemmtilega og vel heppnaða framtak sem vakið hefur verðskuldaða athygli.