Uppbyggingarstefnan

Málsnúmer 201201003

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 161. fundur - 11.01.2012

&Formaður fræðsluráðs óskaði eftir því að skólastjórar skólanna gerðu stuttlega grein fyrir gangi innleiðingar Uppbyggingarstefnunnar í skólum sveitarfélagsins.

 

Í Grunnskóla Dalvíkurbyggðar gengur innleiðingin vel. Ánægja var meðal starfsfólks með námskeiðið í ágúst. Fundað hefur verið u.þ.b. einu sinni í mánuði vegna stefnunnar og farið var í að setja niður á blað skýr mörk skólans á haustdögum. Næst á dagskrá er að starfsfólk móti með sér starfsmannasáttmála en fundað verður vegna þess í vikunni. Í ágúst næstkomandi er stefnt á að fá Joel Shimoji hingað til að halda námskeiðið Uppbygging 2. Verkefnastjórinn í grunnskólanum heldur vel utan um innleiðinguna.

 

Á Krílakoti er verið að vinna að sáttmála og umræður um hvernig mögulegt er að kenna börnum viðmið og gildi.

 

Á Kátakoti hefur verið unnið með bókina Uppeldi til ábyrgðar í vetur og leshringur var settur af stað. Á starfsdegi núna í janúar var tekinn tími í umræðu um stefnuna.

 

Áður en innleiðing á Uppbyggingunni hófst voru búin að vera markviss vinnubrögð í þá átt að hjálpa börnum að leysa ágreining sín á milli á Leikbæ. Hafinn er lestur á bókinni Uppbygging til ábyrgðar en ekki hefur tekist að taka umræðu og klára lesturinn vegna tímaskorts.

 

Í Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar var leshópur kennara að störfum í vor og í október kom verkefnastjóri Uppbyggingarinnar í grunnskólanum í spjall í tónlistarskólann. Skoðað verður hvaða skref verða tekin í framhaldinu og þau kynnt.