Skólanámskrá Grunnskóla Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201111007

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 159. fundur - 09.11.2011

Drög að námskrá fyrir Grunnskóla Dalvíkurbyggðar liggja fyrir en afgreiðslu og umræðu frestað.

Fræðsluráð - 160. fundur - 19.12.2011

Gísli Bjarnason kynnti stöðuna á skólanámskránni. Hann upplýsti um að enn væri verið að fínpússa hana og að stefnt væri á að leggja hana fullunna fyrir fræðsluráð í janúar.

 

Afgreiðslu frestað.

Fræðsluráð - 161. fundur - 11.01.2012

&Gísli Bjarnason skólastjóri Grunnskóla Dalvíkurbyggðar kynnti stöðuna á skólanámskrá skólans. Verið að leggja lokahönd á útgáfu hennar en vegna veikinda náðist ekki að vinna eins mikið í henni og væntingar stóðu til um. Hann telur þó raunhæft að leggja fram lokaútgáfu skólanámskrárinnar fyrir fræðsluráðsfund í febrúar.

 

 

Fræðsluráð - 162. fundur - 08.02.2012

Vegna veikinda var þessum lið fundarins frestað til næsta fundar.

Fræðsluráð - 164. fundur - 09.05.2012

&&Gísli Bjarnason skólastjóri Grunnskóla Dalvíkurbyggðar kynnti skólanámskrá grunnskólans og í kjölfarið urðu nokkrar umræður.

 

Fræðsuráð fagnar að skólanámskráin sé nánast fullgerð og hlakkar til að fá fullgert eintak til afgreiðslu á júnífundi ráðsins.

Fræðsluráð - 165. fundur - 08.06.2012

&&Gísli Bjarnason skólastjóri kynnti skólanámskrá Dalvíkurskóla sem nú fer á heimasíðu skólans. Skólanámskráin hefur verið lengi í vinnslu og afar mikilvægt er að hún verði uppfærð reglulega eftir því sem við á. Þar af leiðandi hún tekur einhverjum breytingum árlega auk þess að við hana bætast nýir kaflar. Skólanámskráin birtir áherslur skólans út frá lögum um grunnskóla frá 2008 og nýrri aðalnámskrá frá 2011 og hana á að nota meðal annars til að meta innri og ytri þætti skólastarfsins. Mikilvægt er að hún gefi sem gleggstar upplýsingar um skólastarfið og nýtist nærsamfélaginu sem slík. Skólanámskráin verður uppfærð að skólaárinu 2012-2013 í haust. 

 

Fræðsluráð fagnar því að skólanámskrá Dalvíkurskóla sé komin fram og ætlast til þess að hún verði innleidd og aðlöguð lögum og relgugerðum um skólastarf á markvissan hátt svo að hún þjóni tilgangi sínum sem best.