Fræðsluráð

208. fundur 13. september 2016 kl. 08:15 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Björk Ólafsdóttir formaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
  • Auður Helgadóttir aðalmaður
  • Steinunn Jóhannsdóttir varaformaður
  • Kristinn Ingi Valsson varamaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigursveinsson/Dóróþea Reimarsdóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs/kennsluráðgjafi
Dagskrá
Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónskólans á Tröllaskaga, sat fundinn undir liðum 1, 2 og 3.
Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, sat fundinn undir liðum 4, 5, 6 og 7.
Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, undir liðum 4, 5 og 6.
Ágústa K. Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólstjóri Krílakots, sat fundinn undir liðum 5, 6, 8 og 9. Drífa Þórarinsdóttir, leikskólastjóri sat fundinn undir liðum 8 og 9.
Magnús G. Ólafsson kom til fundar klukkan 8:15.

1.Samningur vegna sameiningar Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar.

Málsnúmer 201510136Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti samning um sameiningu Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar sem undirritaður var þann 19. ágúst 2016.
Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með stofnun nýs tónlistarskóla og þakkar Magnúsi G. Ólafssyni gott samstarf hans og fræðsluráðs á liðnum árum.

2.Erindisbréf skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 201609063Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti drög að erindisbréfi fyrir skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga sem fylgdi með fundarboði.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Sviðsstjórar fræðslusviða Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar munu ljúka gerð erindisbréfsins og leggja fyrir yfirstjórn sveitarfélaganna.

3.Starfslýsing aðstoðarskólastjóra og deildarstjóra Tónlistarskólans á Tröllaskaga.

Málsnúmer 201609065Vakta málsnúmer

Magnús G. Ólafsson, skólastjóri, kynnti fyrstu drög að starfslýsingu aðstoðarskólastjóra/deildarstjóra Tónlistarskólans á Tröllaskaga. Drögin fylgdu með fundarboði.
Lagt fram til kynningar.
Magnús vék af fundi klukkan 9:20.
Gísli Bjarnason, Gunnþór E. Gunnþórsson og Ágústa K. Bjarnadóttir komu til fundar klukkan 9:21.

4.Almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla 2017.

Málsnúmer 201609049Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi bréf frá Innanríkisráðuneytinu varðandi jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til reksturs grunnskóla dagsett 6. september 2016.



Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla og Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, kynntu fyrir fræðsluráði hvernig ferlið er varðandi umsóknir í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og hvað þarf til svo framlög fáist.

5.Skólanámskrár 2016-2017

Málsnúmer 201609040Vakta málsnúmer

Fyrirhugað var að afgreiða skólanámskrár undir þessum dagskrárlið en ekki tókst að koma gögnum varðandi hann til fulltrúa í fræðsluráði í tæka tíð.
Samþykkt að fresta þessum dagskrárlið til næsta fundar.

6.Ytra mat skóla 2016

Málsnúmer 201606111Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti dagsett 8. ágúst 2016 er varðar eftirfylgni á ytra-mati ráðuneytisins á Dalvíkurskóla sem gert var haustið 2014. Einnig greinargerð, dagsett 15. ágúst, frá skólastjóra Dalvíkurskóla um stöðuna á þeim umbótum sem ráðist var í.
Gísli Bjarnason skólastjóri sendi Menntamálaráðuneytinu bréf dags. 15. ágúst 2016 þar sem hann gerði grein fyrir stöðunni. Auk þess þarf sveitarstjórn að senda sitt mat fyrir 20. september n.k. Sviðsstjóra falið að tryggja að svar verði sent ráðuneytinu.
Gunnþór og Ágústa viku af fundi klukkan 9:50.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201609052Vakta málsnúmer

Gísli fór af fundi klukkan 10:06
Drífa kom til fundar klukkan 10:07 og Ágústa kom þá aftur til fundar.

8.Ályktanir frá samráðsfundi Félags stjórnenda leikskóla.

Málsnúmer 201608100Vakta málsnúmer

Kynnt var bréf frá Félagi stjórnenda leikskóla dagsett 30. ágúst 2016. Það fjallar annars vegar um launuð námsleyfi og hins vegar um að nýta sérfræðiþekkingu leikskólastjórnenda við ákvarðanatöku um leikskólamál. Bréfin fylgdu með fundarboði.
Lagt fram til kynningar.
Klukkan 10:25 vék Lilja af fundi, sökum vanhæfis, vegna næsta dagskrárliðar.

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201606030Vakta málsnúmer

Drífa og Ágústa viku af fundi klukkan 11:02.
Lilja kom aftur til fundar klukkan 11:19.

10.Trúnaðarmál

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
  • Lilja Björk Ólafsdóttir formaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
  • Auður Helgadóttir aðalmaður
  • Steinunn Jóhannsdóttir varaformaður
  • Kristinn Ingi Valsson varamaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigursveinsson/Dóróþea Reimarsdóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs/kennsluráðgjafi