Ytra mat skóla 2016

Málsnúmer 201606111

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 207. fundur - 29.06.2016

Lilja Björk Ólafsdóttir kom aftur inn á fundinn klukkan 8:40 og tók við fundarstjórn. Þá komu einnig til fundar Gísli Bjarnason, Gunnþór E. Gunnþórsson, Magnús G. Ólafsson og Guðríður Sveinsdóttir.
Skýrsla um ytra mat Dalvíkurskóla, Árskógarskóla, Kátakots/Krílakots og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar fylgdi með fundarboði og var lögð fyrir fundinn. Skýrslan er liður í að uppfylla eftirlitsskyldu fræðsluráðs með skólastarfi í Dalvíkurbyggð. Hún er unnin á fræðsluskrifstofu Dalvíkurbyggðar.
Umræður fóru fram um skýrsluna og fræðsluráð þakkar fyrir þær upplýsingar sem skýrslan veitir. Drífa upplýsti að Krílakot fer í ytra mat hjá Menntamálastofnun í haust.

Fræðsluráð - 208. fundur - 13.09.2016

Lagt var fyrir bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti dagsett 8. ágúst 2016 er varðar eftirfylgni á ytra-mati ráðuneytisins á Dalvíkurskóla sem gert var haustið 2014. Einnig greinargerð, dagsett 15. ágúst, frá skólastjóra Dalvíkurskóla um stöðuna á þeim umbótum sem ráðist var í.
Gísli Bjarnason skólastjóri sendi Menntamálaráðuneytinu bréf dags. 15. ágúst 2016 þar sem hann gerði grein fyrir stöðunni. Auk þess þarf sveitarstjórn að senda sitt mat fyrir 20. september n.k. Sviðsstjóra falið að tryggja að svar verði sent ráðuneytinu.
Gunnþór og Ágústa viku af fundi klukkan 9:50.