Skólanámskrár 2016-2017

Málsnúmer 201609040

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 208. fundur - 13.09.2016

Fyrirhugað var að afgreiða skólanámskrár undir þessum dagskrárlið en ekki tókst að koma gögnum varðandi hann til fulltrúa í fræðsluráði í tæka tíð.
Samþykkt að fresta þessum dagskrárlið til næsta fundar.

Fræðsluráð - 209. fundur - 12.10.2016

Með fundarboði fylgdu skólanámskrár og starfsáætlanir Krílakots, Árskógarskóla og Dalvíkurskóla fyrir yfirstandandi skólaár.
Gísli Bjarnason, Gunnþór E. Gunnþórsson og Drífa Þórarinsdóttir fóru yfir þær smávægilegu breytingar sem gerðar hafa verið á skólanámskránum frá síðasta skólaári. Unnið er að nýrri stefnumörkun varðandi heimanám í Dalvíkurskóla og mun hún taka gildi á skólaárinu. Fræðsluráð samþykkir skólanámskrár Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og Krílakots eins og þær liggja fyrir.