Grænfáninn

Málsnúmer 201205110

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 165. fundur - 08.06.2012

&Allir leik- og grunnskólar Dalvíkurbyggðar eru nú Grænfánaskólar. Það er einstaklega ánægjulegt að hafa ná þessum árangri og trúverðugt fyrir byggðarlagið í heild sinni þar sem í Dalvíkurbyggð er lögð mikil áhersla á umhverfismál, verndun, flokkun og endurnýtanleg úrræði.

 

Fræðsluráð fagnar þessum áfanga og hvetur skólana til að standa vörð um náðan árangur og leita jafnframt leiða í átt til meiri sjálfbærni sem er einn af grunnþáttum skólastarfs samkvæmt nýrri aðalnámskrá.

Fræðsluráð - 206. fundur - 14.06.2016

Með fundargerð fylgdu skýrslur Dalvíkurskóla, Krílakots, Kátakots og Árskógarskóla um Grænfánaverkefnið vegna umsókna um flöggun Grænfána vorið 2016. Allir skólarnir flögguðu Grænfána 26. maí 2016.
Fræðsluráð þakkar skólastjórunum upplýsingarnar og lýsir ánægju sinni með þá vinnu sem skólarnir leggja í að uppfylla þær kröfur sem felast í þátttöku í Skóla á grænni grein (Grænfánaverkefnið).