Kostnaður vegna námsgagna fyrir Samb. Ísl. Sveitarfélaga

Málsnúmer 201606029

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 206. fundur - 14.06.2016

Með fundarboði fylgdi bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilmælum er beint til skólanefnda og skólaskrifstofa að þær kanni framkvæmd innkaupa á námsgögnunum í sínu sveitarfélagi og hlut foreldra í þeim kostnaði. Einnig að beina því til skólastjóra að halda kostnaði foreldra í lágmarki.
Sviðsstjóri hefur aflað upplýsinga hjá skólastjórum Árskógarskóla og Dalvíkurskóla um hvernig að þessu er staðið og sýnist ekki tilefni til að ætla að það sem foreldrar þurfa að greiða sé verulega íþyngjandi. Fræðsluráð hvetur skólastjórnendur til að vera vakandi fyrir að kostnaður við námsgögn sé innan hóflegra marka.