Grunur um slæm loftgæði í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202309081

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 286. fundur - 11.10.2023

Tekin fyrir rafpóstur frá Davíð Þór Friðjónssyni dags. 18.09. 2023
Málið var strax sett í vinnuferli hjá Eflu, þar sem að loftgæði verða skoðuð í tilgreindri kennslustofu og jafnframt verða önnur kennslurými skoðuð.
Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Helga Lind Sigmundsdóttir fóru af fundi kl. 10:00

Fræðsluráð - 289. fundur - 17.01.2024

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir niðurstöður frá Eflu á loftgæðum í Dalvíkurskóla.
Fræðsluráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til Eigna - og framkvæmdadeildar Dalvíkurbyggðar til úrvinnslu.