Fræðsluráð

275. fundur 12. október 2022 kl. 08:15 - 09:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs.
Dagskrá
Snæþór Arnþórsson, boðaði forföll, og í hans stað kom Júlía Ósk Júlíusardóttir.

Aðrir sem sitja fundinn: Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri á Krílakoti, Ágústa Kristín Bjarnadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri í Árskógarskóla og fulltrúi starfsfólks í Árskógarskóla, Hugrún Felixdóttir fulltrúi kennara í Dalvíkurskóla. Gunnar Anton Njáll Gunnarsson, fulltrúi foreldra á Krílakoti,

1.Krílakot - Endurnýjun á leikskólalóð

Málsnúmer 202202100Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, fór yfir stöðu mála varðandi endurnýjun á leikskólalóð á Krílakoti.
Lagt fram til kynningar.

2.Umsókn um ytra mat hjá leikskóla

Málsnúmer 202210007Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur frá Menntamálastofnun dags. 05.10.2022. Umsókn um ytra mat á leikskóla.
Lagt fram til kynningar.

3.Samningur við Háskólann á Akureyri um skólaþjónustu við leik- og grunnskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202003115Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, lagði fyrir fræðsluráð nýjan samning frá Háskólanum á Akureyri um skólaþjónustu við leik - og grunnskóla í Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.

4.Gjaldskrár fræðslu- og menningarsviðs 2023

Málsnúmer 202209094Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fyrir gjaldskrá fræðslusviðs fyrir fjárhagsárið 2023.
Fræðsluráð leggur til að gerð verði endurskoðun á útleigu á sölum í Dalvíkurbyggð. Fræðsluráð leggur til að leikskólagjöld hækki samkvæmt verðbólguspá 4,9 % að lágmarki. Fræðsluráð vísar gjaldskrá fræðslusviðs til umfjöllunar og afgreiðslu í Byggðaráði.

Fræðsluráð leggur til að skoðuð verði niðurgreiðsla á skólamat með gagnrýndum augum.

5.Starfsáætlun fræðsluráðs

Málsnúmer 201901009Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fyrir ráðið drög að starfsáætlun Fræðsluráðs.
Fræðsluráð gerir ekki athugasemdir við starfsáætlun fræðsluráðs.

6.Niðurstöður lesferils í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla

Málsnúmer 201910028Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar- og Dalvíkurskóla, fer yfir niðurstöður lesferils í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla.
Lagt fram til kynningar.

7.Grunnskóli - sérkennslustefna

Málsnúmer 201802035Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Friðrik Arnarsson, skólastjóri Árskógar- og Dalvíkurskóla fóru yfir sérkennslustefnu í grunnskólum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs.