Gjaldskrár fræðslu - og menningarsviðs 2023

Málsnúmer 202209094

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 274. fundur - 28.09.2022

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri - fræðslu og menningarsviðs, Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti fóru yfir gjaldskrár hjá sínum deildum.
Máli frestað til næsta fundar fræðsluráðs.

Fræðsluráð - 275. fundur - 12.10.2022

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fyrir gjaldskrá fræðslusviðs fyrir fjárhagsárið 2023.
Fræðsluráð leggur til að gerð verði endurskoðun á útleigu á sölum í Dalvíkurbyggð. Fræðsluráð leggur til að leikskólagjöld hækki samkvæmt verðbólguspá 4,9 % að lágmarki. Fræðsluráð vísar gjaldskrá fræðslusviðs til umfjöllunar og afgreiðslu í Byggðaráði.

Fræðsluráð leggur til að skoðuð verði niðurgreiðsla á skólamat með gagnrýndum augum.