Áskorun vegna NPA samninga

Málsnúmer 201902062

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 226. fundur - 12.02.2019

Lagt fram rafbréf frá NPA- miðstöðinni þann 30.janúar 2019 þar sem verið er að minna á að þann 21. desember 2018 hafi verið undirrituð ný reglugerð um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) af félags- og jafnréttismálaráðherra. Tekið er fram að í reglugerðinni séu að finna ýmis ákvæði er varða framkvæmd NPA sem skortur hefur verið á fram til þessa s.s. varðandi umsýslu, ferli umsókna, fræðslu, fjárhagslega framkvæmd og fleira. NPA miðstöðin vill benda sveitarfélögum á að reglugerðin sé komin til framkvæmda og því beri sveitarfélögum að aðlaga NPA þjónustu sína til samræmis við ákvæði reglugerðarinnar.
Lagt fram til kynningar.