Jólaaðstoð 2018

Málsnúmer 201811069

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 223. fundur - 13.11.2018

Tekið fyrir erindi frá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálpræðishersins á Akureyri, Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða krossinum við Eyjafjörð dags. 14. nóvember 2018 en um þessar mundir er að hefjast fjáröflun vegna jólaaðstoðar eins og undanfarin ár. Söfnunarfé er notað til kaupa á gjafakortum sem einstaklingar geta verslað mat fyrir. Samtals fengu um 300 fjölskyldur og einstaklingar aðstoð á síðasta ári. Sveitarfélaginu er sent bréfið með ósk og von um að styrk með peningaupphæð. Einnig er þakkað fyrir veittan stuðning á síðastliðnum árum. Undanfarin ár hefur félagsþjónusta átt gott samstarf við félögin um jólaaðstoðina og hafa 15-20 heimili í sveitarfélaginu fengið aðstoð undanfarin ár.
Félagsmálaráð samþykkir umrædda styrkbeiðni og samþykkir að veita alls kr. 200.000, tekið af lið 02-11-9110.