Innleiðing nýrra laga og breyttra laga - upplýsingapóstur

Málsnúmer 201811058

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 223. fundur - 13.11.2018

Tekið fyrir erindi frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga dags. 29.10.2018. Þar vilja lögfræðingar og félagsmálastjóri sambandsins koma upplýsingum á framfæri við stjórnendur á vettvangi félagsþjónustu sveitarfélaga á setningu reglugerða á grundvelli nýrra og breyttra laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þann 23. október áttu fulltrúar sambandsins fund með embættismönnum ráðuneytis þar sem farið var yfir fyrstu drög að kostnaðarmati vegna reglugerða sem eru í vinnslu. Fram kom að efni reglugerðanna liggur enn ekki fyrir og að mögulega kunni einhver atriði þeirra að breytast. Af hálfu sambandsins var tekið fram að gefa verði ráðrúm til þess að fara yfir heilleg drög að kostnaðarmati þegar efni reglugerðanna liggur fyrir. Á fyrrgreindum fundi kynnti ráðuneytið að hafist hafi verið handa við gerð leibeininga sem þeim er falið að gefa út skv. nýjum og breyttum lögum. Um er að ræða leiðbeiningar við framkvæmd sértækrar frístundaþjónustu, um þjónustu stuðningsfjölskyldu, um framkvæmd stoðþjónustu samkvæmt VII. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og um akstursþjónustu.
Bent er á að sambandið óskaði eftir því að sveitarfélög fengju aukið ráðrúm til að bregðast við lögfestingu NPA sem þjónustuforms. Ráðuneytið féllst ekki á þessa ósk sambandsins. Óvissa er því enn fyrir hendi um það hvernig sveitarfélögum er ætlað að stíga fyrstu skrefin í því umhverfi að NPA sé lögfest þjónustuform.
Fyrir liggur sú breyting sem nú verður á að grunnþjónusta sé skilgreind allt að 15 tímum á viku, mun hafa fjárhagsleg áhrif á hluta sveitarfélaga, einum þeim sem hafa miðað við lágan stundafjölda í félagslegri heimaþjónustu.
Lagt fram til kynningar