Fjölmenningarstefna skóla

Málsnúmer 201112041

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 160. fundur - 19.12.2011

Upplýst var um vinnu við fjölmenningarstefnu skóla í Dalvíkurbyggð sem fram hefur farið síðustu mánuði. Hópar hafa unnið að stefnunni bæði í leikskólunum og grunnskólanum og farið ýtarlega í saumana á ýmsum þáttum skólastarfsins sem varða þjónustu við nemendur af erlendum uppruna og foreldra þeirra, vinnan er nú á lokastigi. Stefnan er að klára stefnuna snemma á nýju ári.

Fræðsluráð - 162. fundur - 08.02.2012

&Fjölmenningarstefna skóla Dalvíkurbyggðar var lögð fyrir fundinn.  Kennsluráðgjafi kynnti stefnuna og þau nýmæli í þjónustu sem stefnan tekur til. Jafnframt var gerð grein fyrir vinnuferlinu.

  

Fræðsluráð fagnar stefnunni, vísar henni til félagsmálaráðs til umsagnar og óskar eftir kostnaðarmati frá skólastjórnendum.

Félagsmálaráð - 156. fundur - 21.02.2012

Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar vísar Fjölmenningarstefnu í Grunnskólanum til umsagnar félagsmálaráðs.
Formanni félagsmálaráðs og starfsmönnum félagsþjónustu er falið að gera umsögn samanber umræður á fundi og leggja fyrir ráðið á næsta fundi. 

Félagsmálaráð - 157. fundur - 13.03.2012

Fræðsluráð óskaði eftir umsögn um Fjölmenningarstefnu Grunnskóla Dalvíkurbyggðar frá Félagsmálaráði á síðasta fundi sínum.
Félagsmálaráð fór yfir stefnuna.  Stefnan er yfirgripsmikil og ítarleg.  Mjög margt jákvætt er að finna í stefnunni hvað varðar forvarnir og almenn mannréttindi.  Félagsmálaráð felur félagsmálastjóra að svara erindinu sbr. umræður á fundi.

Fræðsluráð - 163. fundur - 14.03.2012

&&Á síðasta fundi fræðsluráðs kynnti kennsluráðgjafi stefnuna. Stefnan er lítillega breytt frá síðasta fundi en hún hefur verið lögð til umsagnar fyrir kennara beggja stiga svo og foreldra- og skólaráð. Með fundarboði fylgdi jafnframt kostnaðarmat á stefnunni. Kennsluráðgjafi og skólastjórnendur útskýrðu forsendur þess. Jafnframt var tekin til umræðu umsögn félagsmálaráðs um stefnuna.

 

Fræðsluráð fagnar stefnunni og samþykkir að hún taki fullt gildi frá 1. janúar 2013 og beinir því til skólanna hefja innleiðingu strax eftir megni. Jafnframt heimilar fræðsluráð að á fjárhagsliðinn stuðning í leikskólum verði áætlað sérstaklega vegna ákvæðis um stuðning þegar barnafjöldi af erlendum uppruna fer yfir 20% við næstu fjárhagsáætlanagerð. Kostnaði við annað, s.s. túlkaþjónustu verði mætt innan ramma hvers leikskóla.

 

Fræðsluráð leggur til að þessari þjónustuþörf í grunnskólanum verði mætt með endurskipulagningu á yfirstandandi ári, án þess að til aukafjárveitingar komi. Innleiðing stefnunnar hefjist strax eftir megni og tekið verði tillit til hennar við fjárhagsáætlunargerð fyrir 2013.

 

Fræðsluráð þakkar öllum sem komu að vinnunni fyrir gott starf.