Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna

Málsnúmer 202108083

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 253. fundur - 14.09.2021

Tekin fyrir ábending byggðarráðs frá 994. fundi: Á fundi byggðaráðs var vakin athygli á 4. lið í meðfylgjandi fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og óskað eftir að koma ábendingu til félagsmálasviðs um að setja málið á dagskrá félagsmálaráðs til umfjöllunar.
Einnig tekinn fyrir póstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 30.08.2021, um innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Þar kemur fram að á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 26. ágúst 2021, var fjallað um innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Eftirfarandi var bókað og samþykkt: „Stjórn sambandsins hvetur sveitarfélög til þess að hefja undirbúning innleiðingar laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Slíkur undirbúningur getur falið í sér endurskoðun verkferla með aukinni áherslu á samhæfingu verklags þvert á svið. Stjórnin telur það vera hlutverk sambandsins að miðla upplýsingum frá sveitarfélögum sem þegar eru komin áleiðis í sambærilegri vinnu auk upplýsinga frá félagsmálaráðuneyti um framgang innleiðingar laganna.“ Eins og sveitarstjórnum er kunnugt er um að ræða málefni sem hefur ítrekað komið til umfjöllunar á vettvangi starfshóps um skýrari verka- og ábyrgðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga, svonefndri grábókarnefnd, sem heyrir undir samstarfsnefnd ríkis og sveitarfélaga, þ.e. Jónsmessunefnd.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsmálasviðs að halda áfram vinnu með fræðslu- og menningarsviði ásamt heilsugæslu um innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.