Félagsmálaráð

197. fundur 08. mars 2016 kl. 08:00 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Silja Pálsdóttir formaður
 • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
 • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
 • Elísa Rán Ingvarsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
 • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
 • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá
Viktor Már Jónasson boðaði ekki forföll, varamaður hans kom ekki í hans stað.

1.Fermingarstyrkur

Málsnúmer 201602153Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201602153
Bókað í trúnaðarmálabók

2.Fermingarstyrkur

Málsnúmer 201602125Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201602125
Bókað í trúnaðarmálabók

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201603039Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201603039
Bókað í trúnaðarmálabók

4.Til umsagnar frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 458. mál

Málsnúmer 201602103Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram erindi frá Velferðarnefnd Alþingis dags. 17. febrúar 2016 þar sem óskað er umsagnar frumvarps til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga 458. mál.
Lagt fram til kynningar

5.Mannréttindastefnan

Málsnúmer 1206035Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram drög af Mannréttindastefnu Dalvíkurbyggðar en þessu erindi var frestað frá síðasta fundi félagsmálráðs þann 9. febrúar.
Starfsmönnum félagsþjónustu falið að endurskoða drögin út frá samræðum á fundi.

6.Atvinnumál fatlaðs fólks

Málsnúmer 201602022Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 26.01.2016 til upplýsingar um stöðuna á yfirfærslu atvinnumála fatlaðs fólks til ríkisins. Vinnumálastofnun vinnur nú að því að taka við atvinnumálum fatlaðs fólks frá sveitarfélögum samkvæmt samkomulagi þar um. Þessu erindi var frestað á síðasta fundi félagsmálaráðs þann 9. febrúar s.l.
Lagt fram til kynningar

7.Drög að reglugerðum um kröfur til búsetuþjónustu og kröfur til húsnæðis í málaflokki fatlaðs fólks

Málsnúmer 201602023Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 22.01.2016 um drög að tveimur reglugerðum um kröfur til búsetuþjónustu og kröfur til húsnæðis í málaflokki fatlaðs fólks. Þessu erindi var frestað á síðasta fundi félagsmálaráðs þann 9. febrúar 2016
Lagt fram til kynningar

8.Félagsþjónustuskýrsla 2015

Málsnúmer 201602021Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram og kynnti hagstofuskýrslu félagsþjónustunnar fyrir árið 2015.
Lagt fram til kynningar

9.Málþing - Jafnrétti í sveitarfélögum

Málsnúmer 201603038Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 25. febrúar 2016. Þar er verið að kynna málþing og námskeið sem ber yfirskriftina Jafnrétti í sveitarfélögum. Þessir viðburðir eru skipulagðir með vísun til stefnumörkunar Sambands íslenskra sveitarfélaga kjörtímabilið 2014-2018 þar sem segir að sambandið skuli hvetja og styðja sveitarfélögin í því að ná fram jafnrétti kynjanna í reynd. Sérfræðingar frá sænska sveitarfélagasambandinu, SALAR, munu kynna áætlanir í Svíðþjóð þar sem áhersla er á að kynjasjónarmið séu samþætt inn í starfsemi sveitarfélaga og aðferðir kynjasamþættingar nýttar til að veita íbúum betri og skilvirkari þjónustu.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
 • Silja Pálsdóttir formaður
 • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
 • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
 • Elísa Rán Ingvarsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
 • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
 • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi