Félagsþjónustuskýrsla 2015

Málsnúmer 201602021

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 196. fundur - 09.02.2016

Félagsmálastjóri lagði fram erindi frá Hagstofu Íslands dags. 03.02.2016 þar sem óskað er eftir upplýsingum um fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins, heimilisþjónustu og dagmæður. Hagstofa Íslands sér um söfnun og vinnslu upplýsinga um félagsþjónustur sveitarfélaga með vísun til 1. mgr.5.gr.og 1. mgr.7.gr. laga um Hagstofu Íslands og opinberra hagskýrslugerðar nr. 163/2007. Upplýsingar eru notaðar til að birta tölfræði um félagsþjónustu sveitarfélaganna í landinu.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsþjónustu að klára skýrslurnar.

Félagsmálaráð - 197. fundur - 08.03.2016

Félagsmálastjóri lagði fram og kynnti hagstofuskýrslu félagsþjónustunnar fyrir árið 2015.
Lagt fram til kynningar