Atvinnumál fatlaðs fólks

Málsnúmer 201602022

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 196. fundur - 09.02.2016

Félagsmálastjóri lagði fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 26.01.2016 til upplýsinga um stöðuna á yfirfærslu atvinnumála fatlaðs fólks til ríkisins. Vinnumálastofnun vinnur nú að því að taka við atvinnumálum fatlaðs fólks frá sveitarfélögum samkvæmt samkomulagi þar um. Eitt af fyrstu skrefunum er að eiga samtal og samráð við fulltrúa þjónustusvæða málefna fatlaðs fólks og félagsmálastjóra í landinu um verkefnin sem Vinnumálastofnun er að taka við. Samkomulagið felur m.a. í sér að Vinnumálastofnun og sveitarfélög muni deila með sér ábyrgð á verkefninu þar sem sveitarfélögin reka áfram vinnu- og hæfingarstöðvar. Fyrirhugað samtal félagsþjónustu og Vinnumálastofnunar er í næstu viku.
Frestað til næsta fundar þar sem frekari upplýsingar liggja þá fyrir eftir fund félagsþjónustu og Vinnumálastofnunar.

Félagsmálaráð - 197. fundur - 08.03.2016

Félagsmálastjóri lagði fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 26.01.2016 til upplýsingar um stöðuna á yfirfærslu atvinnumála fatlaðs fólks til ríkisins. Vinnumálastofnun vinnur nú að því að taka við atvinnumálum fatlaðs fólks frá sveitarfélögum samkvæmt samkomulagi þar um. Þessu erindi var frestað á síðasta fundi félagsmálaráðs þann 9. febrúar s.l.
Lagt fram til kynningar