Kynning við stefnumótun í málefnum barna

Málsnúmer 201903001

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 227. fundur - 08.03.2019

Lagt fram til kynningar rafbréf dags. 22. febrúar 2019 frá Ásmundi Einari Daðasyni félags- og barnamálaráðherra um stefnumótun í málefnum barna og endurskoðun á félagslegri umgörð þeirra og þjónustu. Fram kemur í bréfinu að ráðherra hafi boðað heildarendurskoðun á barnaverndarlögum, endurskoðun á félagslegri umgjörð og stuðningi við börn á Íslandi með áherslu á snemmtæka íhlutun og samvinnu kerfa. Vakin er athygli að að framundan er vinna við þessa endurskoðun á lögum og aðgerðum. Skipuð hefur verið þverpólitísk nefnd til að hafa yfirumsjón með mótun stefnunnar. Hins vegar geta einstaklingar sem hafa áhuga á slíkri vinnu komið upplýsingum á framfæri og/eða óskað eftir þátttöku í hliðarhópum og opnum fundum.
Lagt fram til kynningar.