Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Svæðislokanir fyrir dragnót

Málsnúmer 201709110

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 835. fundur - 21.09.2017

Tekið fyrir rafbréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 15. september 2017, þar sem kynnt er að starfshópur um heildarendurskoðun á regluverki er varðar notkun veiðarfæra, veiðisvæði og verndarsvæði á Íslandsmiðum hefur skilað minnisblaði um reglur sem gilda um dragnótaveiðar.

Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga stendur til boða að koma athugasemdum vegna málsins á framfæri við landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti eigi síðar en þriðjudaginn 26. september 2017. Þau aðildarsveitarfélög sem vilja koma athugasemdum á framfæri eru beðin um að koma þeim til Sambandsins í síðasti lagi í hádegi mánudaginn 25. september.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.