Frá Íbúðalánasjóði; Húsnæðisþing 2017

Málsnúmer 201709113

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 835. fundur - 21.09.2017

Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 15. september 2017 frá Íbúðalánasjóði þar sem fram kemur að miðvikudaginn 8. nóvember n.k. verður haldið fyrsta árlega Húsnæðisþingið hér á landi og eru sveitarfélögin hvött til að taka daginn frá.
Vísað til framkvæmdastjórnar.

Byggðaráð - 836. fundur - 28.09.2017

Á 835. fundi byggðaráðs þann 21. september 2017 var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 15. september 2017 frá Íbúðalánasjóði þar sem fram kemur að miðvikudaginn 8. nóvember n.k. verður haldið fyrsta árlega Húsnæðisþingið hér á landi og eru sveitarfélögin hvött til að taka daginn frá.
Vísað til framkvæmdastjórnar."

Fjallað var um ofangreint á fundi framkvæmdastjórnar þann 25.09.2017. Lagt er til að fulltrúar frá Dalvíkurbyggð sæki Húsnæðisþingið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að 1-2 fulltrúar frá Dalvíkurbyggð sæki þingið.

Félagsmálaráð - 211. fundur - 10.10.2017

Lagðar voru fram upplýsingar sem bárust með rafpósti þann 15.september 2017 um Húsnæðisþing. Íbúðalánasjóður heldur fyrsta árlega húsnæðisþingið hér á landi þann 8.nóbember 2017 og hvetur sveitarfélög til þess að taka daginn frá. Húsnæðisþingið er vettvangur þar sem lagður er grunnur að húsnæðistefnu stjórnvalda og farið verður yfir stöðu húsnæðismála byggt á húsnæðisáætlunum sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar