Tjaldsvæði - Rekstrarsamningur 2017 - 2027

Málsnúmer 201705080

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 90. fundur - 11.05.2017

Tekin voru fyrir þau þrjú tilboð sem bárust í rekstur á tjaldsvæðinu á Dalvík.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að ganga að hagstæðasta tilboðinu sem er frá Landamerkjum ehf. og farið verði í skjalagerð á leigusamningi.

Byggðaráð - 821. fundur - 11.05.2017

Á 811. fundi byggðaráðs þann 16. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Kristinn Ingi Valsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, Jón Ingi Sveinsson, varaformaður íþrótta- og æskulýðsráðs, og Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 8:15.



Á 86. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað:

"Umræður um útboð á rekstri tjaldsvæðis.

Umræður um undirbúning á útboði á rekstri tjaldsvæðis og var niðurstaðan að formaður og varaformaður óski eftir að mæta á fund byggðaráðs þann 9. febrúar 2017 og í framhaldinu yrði gengið frá útboðsgögnum.'



Til umræðu ofangreint.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að rekstur á tjaldsvæðinu á Dalvík verði boðinn út. Byggðaráð felur sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sveitarstjóra að útbúa útboðsgögn."



Auglýst var eftir rekstraraðila að tjaldvæði og var umsóknarfrestur til 3. maí s.l., sbr. heimasíða Dalvíkurbyggðar https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/category/1/auglyst-eftir-rekstraradila-ad-tjaldsvaedi



Sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir þeim umsóknum sem bárust:´



Ólafur P. Agnarsson, kt. 041070-5529 og Guðrún Sveinsdóttir, kt. 210677-5509.

Draumablá ehf., kt. 500216-1660 (Agnes Ýr Sigurjónsdóttir og Gísli Rúnar Gylfason.

Landamerki ehf., kt. 211273-5429.



Til umræðu ofangreint. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir fundi íþrótta- og æskulýðsráðs sem haldinn var að morgni 11. maí. Niðurstaðan ráðsins var að samþykkt var samhljóða að ganga til samninga við Landamerki ehf.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs um að gengið verði til samninga við Landamerki ehf. Drög að samningi komi síðan fyrir byggðaráð.

Byggðaráð - 822. fundur - 18.05.2017

Á 821. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2017 var m.a. eftirfarandi bókað:

"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs um að gengið verði til samninga við Landamerki ehf. Drög að samningi komi síðan fyrir byggðaráð."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi um rekstur og umsjón tjaldsvæðisins á Dalvík.



Til umræðu ofangreint.



Hlynur vék af fundi kl. 13:43.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir með þeim fyrirvörum sem ræddir voru á fundinum.