Frá Tækifæri hf.; Skráning hlutabréfa í Tækifæri.

Málsnúmer 201405193

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 700. fundur - 05.06.2014

Tekið fyrir erindi frá Tækifæri hf., dagsett þann 26. maí 2014, þar sem fram kemur að Tækifæri hf. vinnur nú að uppfærslu og afstemmingu hlutaskrár sinnar. Hefur félagið gefið út innköllun sem birt er í Lögbirtingablaðinu þar sem öll hlutabréf félagsins eru innkölluð í þeim tilgangi að ógilda þau og gefa út til hluthafa ný hlutabréf í þeirra stað. Hafi hluthafi athugasemdir við ofangreindar aðgerðir, þ.e. innköllun, ógildingu og endurútgáfu hlutabréfa eða önnur þau atriði sem skipta máli í vinnu félagsins við afstemmingu og uppfærslu hlutaskrár félagsins er skorað á viðkomandi hluthafa að lýsa þeirri skoðun skriflega við félagið innan tveggja mánaða frá dagsetningu þessa bréfs.

Hjálagt er hlutafjáreign Dalvikurbyggðar í Tækifæri hf samkvæmt hluthafaskrá dagsettri þann 20. maí 2014, kr. 6.897.040 eða 0,90%.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gera ekki athugasemdir við ofangreint.