Fjárhagsáætlun 2017-2020; tímarammi. Byrjun á undirbúningi fyrir vinnu við fjárhagsáætlun.

Málsnúmer 201605098

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 777. fundur - 19.05.2016

Með fundarboði fylgdi drög að tímaramma vegna undirbúnings á vinnu við fjárhagsáætlun 2017-2020.



Einnig rætt um fjárhagsramma og fjárhagsáætlunarferlið.



Miðað við niðurstöður ársreiknings 2015 þá er lagt til að byggðaráð, fagráð, stjórnendur og starfsmenn nýti tímann frá maí - ágúst til að fara gaumgæfilega yfir starfsemi og rekstur sveitarfélagsins. Þannig verði þjónustustig sveitarfélagsins yfirfarið vs. fjölda íbúa og möguleikar á hagræðingu í rekstri kannaðir.



Ofangreint yrði þá til þess að í stað þess að fjárhagsrammar yrðu staðfestir af sveitarstjórn fyrir almenn sumarleyfi þá seinkar þeim verkþætti í ferlinu, áætlað í enda ágúst.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að tímaramma eins og hann liggur fyrir.

Byggðaráð - 778. fundur - 26.05.2016

Á 777. fundi byggðaráðs þann 19. maí 2016 var eftirfarandi bókað:

"Með fundarboði fylgdi drög að tímaramma vegna undirbúnings á vinnu við fjárhagsáætlun 2017-2020. Einnig rætt um fjárhagsramma og fjárhagsáætlunarferlið. Miðað við niðurstöður ársreiknings 2015 þá er lagt til að byggðaráð, fagráð, stjórnendur og starfsmenn nýti tímann frá maí - ágúst til að fara gaumgæfilega yfir starfsemi og rekstur sveitarfélagsins. Þannig verði þjónustustig sveitarfélagsins yfirfarið vs. fjölda íbúa og möguleikar á hagræðingu í rekstri kannaðir. Ofangreint yrði þá til þess að í stað þess að fjárhagsrammar yrðu staðfestir af sveitarstjórn fyrir almenn sumarleyfi þá seinkar þeim verkþætti í ferlinu, áætlað í enda ágúst.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að tímaramma eins og hann liggur fyrir."



Á samráðs- og upplýsingafundi stjórnanda þann 24. maí s.l. var ofangreint til umræðu.



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að boða til stjórnsýslunefndarfundar sem fyrst þar sem línurnar um hvernig farið verði í þessa vinnu verða lagðar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að útfæra tillögur inn á fund stjórnsýslunefndar.