Öldungarráð

Málsnúmer 201509033

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 190. fundur - 08.09.2015

Félagsmálastjóri kynnti fyrir nefndarmönnum fund er hún átti ásamt sveitarstjóra með félagi eldri borgara í Dalvíkurbyggð og fulltrúum frá Landssambandi félags eldri borgara. Var rætt um Öldungarráð og stofnun þess. Fram kemur í málefna- og samstarfssamningi meirihluta sveitarstjórnar í Dalvíkurbyggð að "skipað verði í Öldrunarráð til fjögurra ára í senn. Skipaðir verði 2-3 kjörnir sveitarstjórnarfulltrúar og 2-3 stjórnarmenn í Félagi eldri borgara. Hugmyndin um Öldungarráð er að skapa samstarfsvettvang á milli sveitarstjórnarmanna og Félags eldri borgara." (sjá málefnasamning)

Félagsmálaráð vill standa vel að undirbúningi þessa ráðs og felur starfsmönnum félagsmálasvið að afla frekari upplýsinga og móta tillögur samkvæmt umræðum á fundi.

Félagsmálaráð - 198. fundur - 12.04.2016

Umfjöllun um öldungaráð var lögð fyrir á 190 fundi félagsmálaráðs þann 10. september 2015 þar sem bókað var: "Félagsmálaráð vill standa vel að undirbúningi þessa ráðs og felur starfsmönnum félagsmálasviðs að afla frekari upplýsinga og móta tillögur samkvæmt umræðum á fundi." Starfsmenn leggja til að skipaðir verði 2 sveitarstjórnarmenn í ráðið og 3 fulltrúar frá félagi eldri borgara.

Starfsmenn leggja einnig til að kynning á ráðinu verði lögð fyrir byggðarráð þar sem taka þarf ákvarðanir um stjórnskipun ráðsins.
Félagsmálaráð vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir því að félagsmálastjóri fylgi málinu eftir.

Byggðaráð - 774. fundur - 28.04.2016

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálsviðs, kl. 13:00.



Á 198. fundi félagsmálaráðs þann 12. apríl 2016 var eftirfarandi bókað:

"Umfjöllun um öldungaráð var lögð fyrir á 190 fundi félagsmálaráðs þann 10. september 2015 þar sem bókað var: "Félagsmálaráð vill standa vel að undirbúningi þessa ráðs og felur starfsmönnum félagsmálasviðs að afla frekari upplýsinga og móta tillögur samkvæmt umræðum á fundi." Starfsmenn leggja til að skipaðir verði 2 sveitarstjórnarmenn í ráðið og 3 fulltrúar frá félagi eldri borgara. Starfsmenn leggja einnig til að kynning á ráðinu verði lögð fyrir byggðarráð þar sem taka þarf ákvarðanir um stjórnskipun ráðsins.

Félagsmálaráð vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir því að félagsmálastjóri fylgi málinu eftir. "



Til umræðu ofangreint.



Eyrún vék af fundi kl. 13:26.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fá fulltrúa úr hópi eldri borgara í sveitarfélaginu til að koma á fund byggðaráðs og ræða með hvaða hætti samráði við eldri borgara er best fyrir komið í stjórnsýslu sveitarfélagsins.

Byggðaráð - 778. fundur - 26.05.2016

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, Kolbrún Pálsdóttir og Þorgerður Sveinbjarnardóttir, fulltrúar eldri borgara í Dalvíkurbyggð, kl. 14:53.



Á 774. fundi byggðaráðs þann 28. apríl 2016 var eftirfarandi bókað:



Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálsviðs, kl. 13:00. Á 198. fundi félagsmálaráðs þann 12. apríl 2016 var eftirfarandi bókað: "Umfjöllun um öldungaráð var lögð fyrir á 190 fundi félagsmálaráðs þann 10. september 2015 þar sem bókað var: "Félagsmálaráð vill standa vel að undirbúningi þessa ráðs og felur starfsmönnum félagsmálasviðs að afla frekari upplýsinga og móta tillögur samkvæmt umræðum á fundi." Starfsmenn leggja til að skipaðir verði 2 sveitarstjórnarmenn í ráðið og 3 fulltrúar frá félagi eldri borgara. Starfsmenn leggja einnig til að kynning á ráðinu verði lögð fyrir byggðarráð þar sem taka þarf ákvarðanir um stjórnskipun ráðsins. Félagsmálaráð vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir því að félagsmálastjóri fylgi málinu eftir. " Til umræðu ofangreint. Eyrún vék af fundi kl. 13:26.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fá fulltrúa úr hópi eldri borgara í sveitarfélaginu til að koma á fund byggðaráðs og ræða með hvaða hætti samráði við eldri borgara er best fyrir komið í stjórnsýslu sveitarfélagsins."



Til umræðu ofangreint.



Eyrún, Kolbrún og Þorgerður viku af fundi kl. 15:12.



Í samræmi við umræður á fundinum þá samþykkir byggðaráð samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að falla frá hugmyndum um sérstakt Öldungaráð. Þess í stað hittu fulltrúar eldri borgara (3 fulltrúar) í Dalvíkurbyggð byggðaráð á fundum, t.d. í mars og í september ár hvert. Byggðaráð felur sveitarstjóra að gera drög að samkomulagi í samræmi við ofangreint.

Byggðaráð - 802. fundur - 27.10.2016

Á 778. fundi byggðaráðs þann 26. maí s.l. var m.a. eftirfarandi bókað:

"Í samræmi við umræður á fundinum þá samþykkir byggðaráð samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að falla frá hugmyndum um sérstakt Öldungaráð. Þess í stað hittu fulltrúar eldri borgara (3 fulltrúar) í Dalvíkurbyggð byggðaráð á fundum, t.d. í mars og í september ár hvert. Byggðaráð felur sveitarstjóra að gera drög að samkomulagi í samræmi við ofangreint."
Byggðaráð vísar í mál 201610060 hér að ofan. Lagt fram.