Byggðaráð

703. fundur 31. júlí 2014 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Björnsson sviðstjóri veitna og hafna
Dagskrá

1.Ályktanir 9. fundar Sveitarstjórnarvettvangs EFTA

Málsnúmer 201407052Vakta málsnúmer

Tekið fyrir kynningarbréf dags. 10.júlí til allra sveitarfélaga frá SÍS um ályktanir sveitarstjórnarvettvangs EFTA á 9. fundi 26.-27. júní sl.

Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun 2015-2018; forsendur

Málsnúmer 201406137Vakta málsnúmer

Kynntar voru forsendur sem notaðar voru við fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2014. Auk þess kynntar leiðbeiningar og forsendur fjárhagáætlana sveitarfélaga 2015 frá SÍS.
Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerðir 2014

Málsnúmer 201402022Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. júní sl.
Lögð fram til kynningar.

4.Lögmál ehf. ósk um lögfræðiþjónustu.

Málsnúmer 201407036Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi, sem dagsett er 7. júlí 2014, frá lögmannstofunni Lögmáli ehf. sem óskar eftir viðskiptum við Dalvíkurbyggð.
Á 701. fundi byggðaráðs þann 26.júní sl. var eftir farandi bókað:
"Frá 30. maí 2012 og út síðasta kjörtímabil var í gildi þjónustusamningur á milli LEX ehf. og Dalvíkurbyggðar um lögfræði- og lögmannaþjónustu. Fram kemur að í upphaf nýr kjörtímabils er stefnt að áframhaldandi samstarfi aðila enda standi þá vilji beggja aðila til slíks.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að kanna mögulega samstarfsaðila um lögfræðiþjónustu fyrir Dalvíkurbyggð".


Lagt fram til kynningar.
Málefni mögulegra samstarfsaðila í lögfræðiþjónustu enn til skoðunar hjá sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslu.

5.Málþing sveitarfélaga um þjónustu við nýja íbúa af erlendum uppruna og ósk um tengilið.

Málsnúmer 201407055Vakta málsnúmer

SÍS sendir inn bréf til allra sveitarfélaga dags. 16.júlí 2014 er varðar málþing sveitarfélaga og sem halda á 14.nóvember n.k. Óskar SÍS eftir því að Dalvíkurbyggð tilnefni tengilið til að taka þátt í undirbúningi málþingsins.
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að tilnefna starfsmann hjá Dalvíkurbyggð sem tengilið.

6.Skipulag heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi

Málsnúmer 201302095Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf dags. 17.júlí 2014 frá bæjarráði Fjallabyggðar. Bréfið fjallar um fyrirhugaða stofnun Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og ósk um að bæjarráð Fjallabyggðar og byggðaráð Dalvíkurbyggðar haldi sameiginlegan fund þar sem þetta mál verði m.a. á dagskrá.
Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að skipuleggja fund með bæjarráði Fjallabyggðar að loknum sumarleyfum.

7.Trúnaðarmál

8.Virk þátttaka sveitarfélaga í starfi Eyþings.

Málsnúmer 201407056Vakta málsnúmer

Bréf frá framkvæmdastjóra Eyþings dags. 18.júlí 2014 til sveitarfélaga í Eyþingi.
Er sent til að útskýra tilhögun við kosningu fulltrúa á aðalfund Eyþings, kjörgengi á aðalfundi og einnig útskýringar um skipun fulltrúaráðs Eyþings.
Lagt fram til kynningar.

9.XXVIII. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer 201407031Vakta málsnúmer

Bréf frá SÍS dags. 4.júlí 2014 til allra stjórna sveitarfélaga. Boðun á 28. landsþing sambandsins á Akureyri dagana 24.-26.september 2014.
Lagt fram til kynningar.

10.Smávirkjanir - útboð vegna úttektar.

Málsnúmer 201406148Vakta málsnúmer

Þrjú tilboð bárust frá Eflu verkfræðistofu, Mannviti og Verkís. Tilboð voru opnuð í Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar kl. 13:00 á mánudaginn 28.júlí.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að ganga að tilboði Mannvits. Guðmundur St. Jónsson situr hjá við afgreiðslu þessa máls.
Byggðarráð vísar kostnaði vegna þessa til viðauka vegna 47-31-9110.

11.Rætur bs. vegna tilnefningar 6 fulltrúar á aðalfund.

Málsnúmer 201407075Vakta málsnúmer

Tölvupóstur dags. 28.júlí frá Grétu Sjöfn f.h. stjórnar Róta bs. þar sem vakin er athygli á því að Dalvíkurbyggð þurfi að tilnefna 6 aðalfulltrúa og 6 varafulltrúa vegna aðalfundar Róta bs. og að þeir verði að vera kjörnir aðal- eða varafulltrúar í sveitarstjórn. Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 30.september í Menningarhúsinu á Dalvík.
Formaður byggðaráðs leggur til að eftirtaldir aðilar verði fulltrúar á aðalfundi Róta bs.:

Aðalfulltrúar:
Bjarni Th. Bjarnason (B)
Heiða Hilmarsdóttir (B)
Gunnþór E. Gunnþórsson (D)
Valdemar Þór Viðarsson (D)
Guðmundur St. Jónsson (J)
Valdís Guðbrandsdóttir (J)

Varafulltrúar:
Kristján Guðmundsson (B)
Þórhalla Karsldóttir (B)
Lilja Björk Ólafsdóttir (D)
Haukur Gunnarsson (D)
Kristján E. Hjartarsson (J)
Andrea Ragúels Víðisdóttir (J)

Samþykkt samhljóða.

12.Atvinnumála- og kynningarráð - 1

13.Félagsmálaráð - 179

14.Fræðsluráð - 183

15.Menningarráð - 45

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Björnsson sviðstjóri veitna og hafna