Fjárhagsáætlun 2015-2018; forsendur.

Málsnúmer 201406137

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 702. fundur - 03.07.2014

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu gildandi forsendum með fjárhagsáætlun 2014-2017.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti hvaða forsendur byggðarráð þarf sérstaklega að taka til umfjöllunar og afgreiðslu vegna fjárhagsáætlunar 2015-2018.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 703. fundur - 31.07.2014

Kynntar voru forsendur sem notaðar voru við fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2014. Auk þess kynntar leiðbeiningar og forsendur fjárhagáætlana sveitarfélaga 2015 frá SÍS.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 704. fundur - 21.08.2014

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu drög að forsendum Dalvíkurbyggðar vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum forsendur með fjárhagsáætlun eins og þær liggja fyrir með þeirri breytingu að framlag á hvern félagsmann í Starfsmannafélagi Dalvíkurbyggðar verði kr. 3.500 í stað kr. 3.000.