Lögmál ehf. ósk um lögfræðiþjónustu.

Málsnúmer 201407036

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 703. fundur - 31.07.2014

Tekið fyrir erindi, sem dagsett er 7. júlí 2014, frá lögmannstofunni Lögmáli ehf. sem óskar eftir viðskiptum við Dalvíkurbyggð.
Á 701. fundi byggðaráðs þann 26.júní sl. var eftir farandi bókað:
"Frá 30. maí 2012 og út síðasta kjörtímabil var í gildi þjónustusamningur á milli LEX ehf. og Dalvíkurbyggðar um lögfræði- og lögmannaþjónustu. Fram kemur að í upphaf nýr kjörtímabils er stefnt að áframhaldandi samstarfi aðila enda standi þá vilji beggja aðila til slíks.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að kanna mögulega samstarfsaðila um lögfræðiþjónustu fyrir Dalvíkurbyggð".


Lagt fram til kynningar.
Málefni mögulegra samstarfsaðila í lögfræðiþjónustu enn til skoðunar hjá sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslu.