Frá forsætisráðuneytinu; Upplýsingar um tekjur af nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna.

Málsnúmer 201601138

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 767. fundur - 04.02.2016

Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 26. janúar 2016 frá forsætisráðuneytinu þar sem óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélögum um þær tekjur sem þau hafa haft á árinu 2015 fyrir nýtingu á landi og landsréttingum innan þjóðlenda. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um ráðstöfun tekna af nýtingu lands og landsréttinga innan þjóðlenda, þ.e. í hvaða verkefni voru tekjurnar notaðar í. Óskað er svara eigi síðar en 26. febrúar n.k.



Skv. 5. mgr. 3. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta skal ráðherra árlega gefa Alþingi skýrslu um ráðstöfun landa og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs til afgreiðslu.