Ráðning sérkennslustjóra á Krílakot

Málsnúmer 201603019

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 202. fundur - 09.03.2016

Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri Krílakots, lagði fram beiðni um að mega auglýsa eftir sérkennslustjóra að Krílakoti frá og með 1.ágúst n.k.
Fræðsluráð samþykkir beiðnina svo styrkja megi stoðþjónustu á leikskólanum. Í Skólastefnu Dalvíkurbyggðar er lögð áhersla á snemmtæka íhlutun og samkvæmt Þjóðarsáttmála um læsi er gert ráð fyrir að bæta stöðu nemenda af erlendum uppruna sem nú eru 25% af nemendafjölda leikskólans. Ráðningin mun kosta 3.500.000 á ársgrundvelli, svo að á þessu ári yrði kostnaðurinn u.þ.b. 1.460.000. Fræðsluráð óskar eftir því við byggðaráð að gerður verði viðauki sem þessu nemur við fjárhagsáætlun ársins 2016 á deild 04-120.







Byggðaráð - 771. fundur - 17.03.2016

Á 202. fundi fræðsluráðs þann 9. mars 2016 var eftirfarandi bókað:



"1.
201603019 - Ráðning sérkennslustjóra á Krílakot


Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri Krílakots, lagði fram beiðni um að mega auglýsa eftir sérkennslustjóra að Krílakoti frá og með 1.ágúst n.k.


Fræðsluráð samþykkir beiðnina svo styrkja megi stoðþjónustu á leikskólanum. Í Skólastefnu Dalvíkurbyggðar er lögð áhersla á snemmtæka íhlutun og samkvæmt Þjóðarsáttmála um læsi er gert ráð fyrir að bæta stöðu nemenda af erlendum uppruna sem nú eru 25% af nemendafjölda leikskólans. Ráðningin mun kosta 3.500.000 á ársgrundvelli, svo að á þessu ári yrði kostnaðurinn u.þ.b. 1.460.000. Fræðsluráð óskar eftir því við byggðaráð að gerður verði viðauki sem þessu nemur við fjárhagsáætlun ársins 2016 á deild 04-120. "





Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila leikskólastjóra Krílakots og Kátakots að leysa málin fram að áramótum innan fjárhagsramma leikskólanna og/eða innan málaflokks fræðslu- og uppeldismála, í samráði við sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.

Byggðaráð beinir því til leikskólastjóra og fræðsluráðs að taka erindið til umfjöllunar að nýju við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020.