Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Boðun XXX. landsþings sambandsins 8. apríl

Málsnúmer 201603016

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 770. fundur - 10.03.2016

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, bréf dagsett þann 1. mars 2016, þar sem fram kemur að boðað er til XXIX. landsþings sambandsins föstudaginn 8. apríl n.k.



Aðalfulltrúar Dalvíkurbyggðar eru:

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson og Valdís Guðbrandsdóttir.

Varafulltrúar Dalvíkurbyggðar eru:

Heiða Hilmarsdóttir og Kristján Guðmundsson.



Seturétt á landsþingi eiga 151 fulltrúi frá 74 sveitarfélögum.

Að auki eiga seturétt með málfrelsi og tillögurétti stjórnarmenn sambandsins sem eigi eru kjörnir fulltrúar síns sveitarfélags, framkvæmdastjórar sveitarfélaga, þ.e. bæjar- og sveitarstjórar, og formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.