Byggðaráð

676. fundur 10. október 2013 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Björn Snorrason Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014 - 2017; tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun frá umhverfis- og tæknisviði.

Málsnúmer 201304103Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.

Börkur Þór kynnti tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun sviðsins ásamt eftirfarandi gögnum:
Tillögur að framkvæmdum og viðhaldi.
Beiðni um nýkaup.


Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs fari yfir þær hugmyndir að breytingum sem komu fram á fundinum og komi aftur á fund byggðarráðs til þess að fara  aftur yfir ofangreint, viðhald fasteigna og áætlaðar framkvæmdir 2014-2017.

2.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Nýtt starf umhverfisfulltrúa/-stjóra á umhverfis- og tæknisviði; tillaga.

Málsnúmer 201310044Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs lagði fram drög að starfslýsingu fyrir umhverfisstjóra, um er að ræða nýtt starf í stað starfs garðyrkjustjóra.

Sviðsstjóri óskar eftir heimild til að auglýsa starfið miðað við 100% stöðugildi með það að markmiði að nýr starfmaður tæki til starfa 1.1.2014.

Börkur Þór vék af fundi kl. 10:00.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum drög að starfslýsingu fyrir sitt leiti  eins og hún liggur fyrir og heimilar sviðsstjóra að auglýsa starfið laust til umsóknar sem fyrst.

3.Bygging íþróttamannvirkja.

Málsnúmer 201309034Vakta málsnúmer

Á 674. fundi byggðarráðs þann 26. september s.l. var til umfjöllunar erindi frá stjórn UMFS hvað varðar byggingu á gervigrasvelli ásamt frjálsíþróttavelli á íþróttasvæði félagsins á Dalvík. Óskað er aðkomu Dalvíkurbyggð með aðstoð við fjármögnun allt að 85% af framkvæmdarkostnaði sem er áætlaður 330 m.kr.

Til umræðu ofangreint og hver möguleg aðkoma Dalvíkurbyggðar gæti orðið.

Til umræðu ofangreint og hver möguleg aðkoma Dalvíkurbyggðar gæti orðið.

4.Frá Ungmennafélaginu Atla; Samkomuhúsið Höfði í Svarfaðardal; beiðni um aðkomu sveitarfélagsins að endurbótum.

Málsnúmer 201309084Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ungmennafélagið Atla, rafbréf dagsett þann 19. september 2013, þar sem óskað er eftir aðkomu Dalvíkurbyggðar að endurbótum á samkomuhúsinu Höfða með einhverjum hætti.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi.

5.Frá Félagi eldri borgara í Dalvíkurbyggð; Fjárhagsáætlun 2014; Ósk um gerð styrktarsamnings til þriggja ára.

Málsnúmer 201309005Vakta málsnúmer

Á 39. fundi menningarráðs þann 13. september 2013 var eftirfarandi bókað um ofangreint erindi:
Tekið var fyrir erindi, dagsett 29. ágúst 2013, frá Félagi eldri borgara þar sem óskað er eftir styrktarsamningi til þriggja ára til að styrkja starf og rekstur félagsins. Byggðaráð vísaði erindinu til menningarráðs og félagsmálaráðs.

Menningarráð hafnar styrktarsamningi en samþykkir að veita félaginu styrk vegna fasteignagjalda á árinu 2014 allt að 180.000 kr. Í framhaldinu þarf að sækja um niðurgreiðslu vegna fasteignagjalda árlega þegar auglýst er eftir erindum vegna fjárhagsáætlunar.

Á 172. fundi félagsmálaráðs þann 17. september 2013 var eftirfarandi bókað um ofangreint erindi:
Lagt var fram erindi frá 672. fundi Byggðarráðs Dalvíkurbyggðar frá 5. september 2013. Erindið er frá stjórn Félags eldri borgara, dagsett þann 29. ágúst, þar sem fram kemur beiðni um styrktarsamning til þriggja ára þannig að árlegur styrkur nemi kr. 500.000,- Erindinu er vísað til félagsmálaráðs og menningarráðs til afgreiðslu.

Félagsmálaráð lýsir yfir vilja sínum til að gera styrktarsamning til 3 ára við félag eldri borgara að upphæð 300.000 pr. ár en fjárhagsrammi ársins 2014 rúmar ekki þá upphæð. Þar af leiðandi vísar félagsmálaráð málinu til byggðaráðs.
Byggðarráð vísar í fyrirheit menningarráðs um styrk á móti fasteignaskatti árið 2014 sem og gildandi samning um styrk á móti snjómokstri frá árinu 2007 sem verði uppfærður.Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði í viðræðum við forsvarsmenn Félags eldri borgara.  Byggðarráð felur sveitarstjóra og formanni félagsmálaráðs að ræða við félagið.

6.Frá skóla- og foreldraráði Árskógarskóla, félagsheimilið Árskógur.

Málsnúmer 201310041Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá skóla- og foreldraráði Árskógarskóla, bréf dagsett í október 2013, er varðar félagsheimilið Árskóg. Skóla- og foreldraráð Árskógarskóla hvetur byggðarráð til þess að tryggja að öryggi barna og starfsfólks verði bætt strax á árinu 2014 eða fyrr ef það er mögulegt enda hafi ráðið sýnt vilja til að gera vel í málum fasteigna í Árskógi með breytingum í Árskógarskóla.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til skoðunar hjá Eignasjóði og slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar.

7.Frá Landbyggðin lifir; Umsókn um styrk vegna starfsemi Landsbyggðin lifi.

Málsnúmer 201310036Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Landsbyggðin lifir, bréf dagsett 2. október 2013, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 100.000 til að sinna grunnstarfsemi samtakanna, en markmið þeirra er að vera samstarfsvettvangur fyrir félög, áhugamannahópa og einstaklinga sem hafa það að markmiði að styrkja sína heimabyggð og byggð á landinu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna erindinu.

8.Frá Velferðarráðuneytinu; Áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma.

Málsnúmer 201309137Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Velferðarráðuneytinu, bréf dagsett þann 25. september 2013, þar sem fram kemur að ráðherra stefnir að sameiningu heilbrigðsstofna á Suðurlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi þannig að Heilsugæslustöðin á Dalvík yrði hluti af Heilbrigiðsstofnunum Blönduósi, Sauðárkróki, Fjallabyggð, Þingeyinga og Heilsugæslustöðinni á Akureyri.

Sveitarfélaginu er gefinn kostur á að tjá sig um fyrrgreind áform um sameiningu og óskað er eftir að athugasemdir eða ábendingar berist eigi síðar en 15. október n.k.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að senda inn athugasemdir og ábendingar í samræmi við umræður á fundinum í samræmi við fyrra samþykktir.

9.Frá Innanríkisráðuneytinu; Barnasáttmáli sameinuðu þjóðanna.

Málsnúmer 201309134Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá innanríkisráðuneytinu, bréf dagsett þann 18. september 2013, þar sem ráðuneytið vekur athygli á því að þann 6. mars s.l. var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi með lögum nr. 19/2013. Stjórnvöld hafa meðal annars komið á laggirnar Vitundarvakningu um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum. Vitundarvakning stendur að fræðsluþingum víða um land í otkóber 2013. Ráðuneytið hvetur kjörna fulltrúa, embættismenn og aðra starfsmenn sveitarfélaga eftir því sem við á til þess að sækja fræðsluþing í sínum landshluta.
Lagt fram.

10.Frá fjárlaganefnd Alþingis; Fundir sveitastjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2013.

Málsnúmer 201309138Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá fjárlaganefnd Alþingis, dagsett þann 26. september 2013, þar sem fjárlaganefnd býður fulltrúum sveitarfélaga og/eða landshlutasamtaka þeirra til viðtals um fjármála sveitarfélaga í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps 2014. Fundardagar eru áætlaðir dagana 28. og 29. október n.k. og fyrir hádegi 30. október og 1. nóvember. Mælt er með því að sveitarfélögin nýti sér fjarfundarfyrirkomulag. Fulltrúar sveitarfélaga sem óska eftir fundi eru beðnir að hafa samband eins fljótt og verða má.
Lagt fram.

11.Frá Hamar; Boð á vinabæjarfund í Hamar.

Málsnúmer 201310034Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá vinabænum Hamar í Noregi þar sem fulltrúum Dalvíkurbyggðar er boðin þátttaka, ásamt Lundi, Viborg og Borgá, á norrænu málþingi 22. og 23. október n.k. undir heitinu Veien videra for nordisk samarbeide. Óskað er eftir svari um hvort Dalvíkurbyggð taki þátt í síðasta lagi 15. október n.k.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að afþakka gott boð vegna anna.

12.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Samningur sveitarfélaga og Fjölíss.

Málsnúmer 201309127Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélagsa, bréf dagsett þann 23. sepember 2013, er varðar stöðu stöðu mála hvað varðar samninga sveitarfélaga og Fjölíss.
Lagt fram til upplýsingar.

13.Frá Birni Björnssyni og Sigríði Guðmundsdóttur; Ósk um niðurfellingu á fasteignagjöldum.

Málsnúmer 201309141Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Birni Björnssyni og Sigríði Guðmundsdóttur, rafbréf dagsett þann 27. september 2013, þar sem þau óska eftir niðurfellingu fasteignagjalda á húsnæði við Steðja.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna erindinu.  Samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga er sveitarfélögum almennt ekki heimilt að fella niður og/eða lækka fasteignaskatt, nema  í ákveðnum undantekningartilfellum og þá samkvæmt sérstökum reglum sveitarfélagsins þar um og ofangreint erindi fellur ekki undir þær heimildir og/eða reglur, sbr. 5. gr. laganna.

14.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201309045Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

15.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201309124Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Björn Snorrason Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.