Frá Birni Björnssyni og Sigríði Guðmundsdóttur; Ósk um niðurfellingu á fasteignagjöldum.

Málsnúmer 201309141

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 676. fundur - 10.10.2013

Tekið fyrir erindi frá Birni Björnssyni og Sigríði Guðmundsdóttur, rafbréf dagsett þann 27. september 2013, þar sem þau óska eftir niðurfellingu fasteignagjalda á húsnæði við Steðja.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna erindinu.  Samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga er sveitarfélögum almennt ekki heimilt að fella niður og/eða lækka fasteignaskatt, nema  í ákveðnum undantekningartilfellum og þá samkvæmt sérstökum reglum sveitarfélagsins þar um og ofangreint erindi fellur ekki undir þær heimildir og/eða reglur, sbr. 5. gr. laganna.