Frá Velferðarráðuneytinu; Áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma.

Málsnúmer 201309137

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 676. fundur - 10.10.2013

Tekið fyrir erindi frá Velferðarráðuneytinu, bréf dagsett þann 25. september 2013, þar sem fram kemur að ráðherra stefnir að sameiningu heilbrigðsstofna á Suðurlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi þannig að Heilsugæslustöðin á Dalvík yrði hluti af Heilbrigiðsstofnunum Blönduósi, Sauðárkróki, Fjallabyggð, Þingeyinga og Heilsugæslustöðinni á Akureyri.

Sveitarfélaginu er gefinn kostur á að tjá sig um fyrrgreind áform um sameiningu og óskað er eftir að athugasemdir eða ábendingar berist eigi síðar en 15. október n.k.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að senda inn athugasemdir og ábendingar í samræmi við umræður á fundinum í samræmi við fyrra samþykktir.