Frá sviðsstjórum umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs; Eimskipafélag Íslands hf, viðræður um lóðamál 2016.

Málsnúmer 201605061

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 782. fundur - 30.06.2016

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisvið, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs,kl.13:10.



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samkomulagi við Eimskip hvað varðar riftun á lóðarleigusamningi, dagsettum þann 2. júlí 1992, um lóð með landnr. 151798 við Dalvíkurhöfn. Í stað þeirrar lóðar sem Eimskip Ísland ehf. hefur haft til leigu mun Dalvíkurbyggð úthluta félaginu nýrri lóð á hafnarsvæðinu. Forsendur þessa samkomulags eru þær að sótt hefur verið um lóð við Dalvíkurhöfn til byggingar á stóru fiskvinnsluhúsi.



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig svar Eimskips við ofangreindu drögum að samkomulagi, bréf dagsett þann 28. júní 2016.



Til umræðu ofangreint.



Þorsteinn vék af fundi kl. 13:32.
Sveitarstjóra ásamt sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð - 783. fundur - 15.07.2016

Á 782. fundi byggðarráðs var sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs falið að vinna áfram að samkomulagi við Eimskip Ísland ehf.

Undirritað samkomulag við ofangreint félag lagt fram til samþykktar.
Byggðarráð samþykkir framlagt samkomulag með tveimur atkvæðum.