Fjárhagsáætlun 2016; viðauki vegna launahækkana skv. nýjum kjarasamningum.

Málsnúmer 201607018

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 783. fundur - 15.07.2016

Viðauki vegna launahækkana skv. nýjum kjarasamningum lagður fram til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum.

Byggðaráð - 784. fundur - 04.08.2016

Á 783. fundi byggaðráðs þann 15. júlí s.l. var eftirfarandi bókað:



"Viðauki vegna launahækkana skv. nýjum kjarasamningum lagður fram til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum."



Í bókun láðist að tilgreina fjárhæð viðukans og hvernig sveitarstjórn ætlar að fjármagna viðaukann.



Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 7. júlí 2016, þar sem fram kemur meðal annars yfirferð launafulltrúa Dalvíkurbyggðar yfir launaskapalón 2016, í samráði við stjórnendur sveitarfélagsins, er lokið miðað við þær forsendur og kjarasamninga sem nú liggja fyrir.



Eins og kunnugt er við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2016-2019 þá lágu nýir kjarasamningar ekki fyrir og því var gert ráð fyrir almennu launaskriði sem nemur 8,1% við gerð launaáætlana nema í áætlunum fyrir grunnskólana, þar var gert ráð fyrir 2,0%.



Launaskriðið sem áætlað var fyrir vegna ársins 2016 var kr. 55.080.000, sbr. liður 1023 í áætlun og meðfylgjandi tafla (Fylgiskjal I).



Samkvæmt meðfylgjandi samantekt (Fylgiskjal II) sem byggir á niðurstöðum á endurskoðun launaskapalóna þá vantar kr. 36.405.985 vegna launahækkana, þar af kr. 5.445.000 vegna afturávirka leiðréttinga vegna árins 2015.





Byggðaráð hefur áður samþykkt viðauka við fjárhagsáætlun til að bregðast við nýjum kjarasamingum og/eða starfsmati. Ekki er hægt að sjá sóknarfæri sé að sinni í öðru fyrir þessari upphæð en að lækka handbært fé á móti.





Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum skiptingu viðauka niður á deildir í fjárhagsáætlun 2016 skv. fylgiskjali II og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé sem og lækkun á áætlaðri rekstarniðurstöðu samstæðu um kr. 36.405.985. Rekstrarniðurstaða skv. heildarviðauka I var áætluð kr. 95.025.000 en lækkar þá um kr. 36.046.000 og er áætluð kr. 58.979.000.