Veitu- og hafnaráð

50. fundur 29. júní 2016 kl. 07:30 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Formaður þakkar Önnu Guðnýju gott samstarf á liðnum árum og býður Hólmfríði velkomna til starfa.
´Svisstjóri umhverfis- og tæknisviðs Dalvíkurbyggðar kom á fundinn 7:53 og yfirgaf fund 7:55.

1.Umsókn um byggingarleyfi fyrir þjónustuhús við ferjubryggjuna á Árskógssandi.

Málsnúmer 201606021Vakta málsnúmer

Á 278. fundi umhverfisráðs var umsókn um byggingarleyfi vegna aðstöðuhýsis við ferjubryggjuna á Árskógssandi frestað þar sem fram koma í fundargerð hverfisráðs Hríseyjar óskir um meira samráð.

Umhverfisráð óskar eftir að veitu- og hafnarráð kanni frekar í samráði við Vegagerðina aðra staðsettningu á umræddu aðstöðuhýsi.



Í byrjun september 2015 komu fulltrúar frá Vegagerðinni til að skoða aðstæður fyrir aðstöðuhús við höfnina á Ársskógssandi. Þrír valkostir voru skoðaðir, sjá kosti á minnisblaði frá Akureyrarbæ, en tveir að tillögu frá Dalvíkurbyggð og ein tillaga frá Hríseyingum. Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs fór með áðurnefndum fulltrúunum á vettvang þar sem þeir kynntu sér aðstæður. Í framhaldi þá kom það minnisblað frá Vegagerð ríkisins, þar sem tillögurnar eru sendar út til aðila til umfjöllunar, þ.e. Dalvíkurbyggðar og Akureyrarbæjar. Hér á eftir er ferill málsins rakin í gegnum fundarkerfi Dalvíkurbyggðar. Í framhaldi var gert lóðarblað og lóðarleigusamningur sem Vegagerðin hefur undirritar og er þar með lóðarhafi en umræddur lóðarleigusamningur var þinglýstur í lok janúar 2016.



Þetta mál var til umfjöllunar á 40. fundi veitu- og hafnaráðs,þar var eftirfarandi fært til bókar í inngangi:

"Með rafpósti, sem dagsettur er 9. október 2015, fylgdi minnisblað þar sem farið er yfir þá kosti sem til greina koma í allítarlegu máli."



Niðurstaða ofangreinds fundar var eftirfarandi:

"Veitu- og hafnaráð mælir með því að leið b verði farin, en hún er tilgreind á framlögðu minnisblaði frá Vegagerð ríkisins sem dagsett er 7. október 2015."



Á 273. fundi sveitarstjórnar Dalvíkubyggðar var afgreiðsla veitu- og hafnaráðs á erindinu staðfest með eftirfarandi bókun: "Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs".



Umrætt minnisblað var einnig kynnt fyrir bæjaryfirvöldum á Akureyri, sem ekki gerðu athugasemdir við tillögur Vegagerðar ríkisins, eða afgreiðslu veitu- og hafnaráðs á erindinu.
Þegar veitu- og hafnaráð fékk tillögu Vegagerðar ríkisins til skoðunar þá var valin sú staðsetning sem gæti þjónað farþegum ferjunnar sem best, og gerlegt væri að tengja hýsið við þjónustuveitur Dalvíkurbyggðar og síðast en ekki síst myndi ekki skerða þróunarmöguleika hafnarinnar á Ársskógsandi til framtíðar litið. Að þessu sögðu þá mælir veitu- og hafnaráð með óbreyttri staðsetningu á hýsinu.

2.Fjárhagsáætlun 2017, undirbúningsvinna

Málsnúmer 201606019Vakta málsnúmer

Með bréfi frá 2. júní 2016 sem ber innganginn "Starfsemi og rekstur Dalvíkurbyggðar leiðir til að hagræða, auka skilvirkni og minnka útgjöld" Þar eru tilgreind markmið í nokkrum liðum, síðan er óskað eftir því að eða eins og fram kemur að í umræddu bréfi:

"Sviðsstjórar, stjórnendur og fagráð fari yfir í hverjum málaflokki og deild eftir því sem við á hvað í þjónustu sveitarfélagsins fellur undir lögbundna þjónustu, grunnþjónustu og valkvæða þjónustu og taki saman yfirlit hvaða verkefni sveitarfélagið mætti leggja af.

Að fundnar verði leiðir til að hagræða í rekstri án þess að skerða þjónustu.

Ef ekki er hægt að auka hagræði í rekstri án þess að minnka þjónustustigið þá þurfa að koma raunhæfar tillögur.

Sviðsstjórar, stjórnendur og fagráð skuli gera tillögur um niðurskurð í rekstri málaflokka og deilda um 6,5% miðað við reglulega starfsemi, þ.e.“ einskiptisverkefni“ eru ekki hluti af reglulegri starfsemi og þarf því að taka út fyrir sviga. Leiga til Eignasjóðs er ekki liður sem hægt er að horfa til.

Miðað skal við rekstrarniðurstöður ársins 2015, sjá nánar Fylgisjal I."

Á síðasta fundi veitu- og hafnaráðs var formanni og sviðstjóra falið að koma með tillögur svo hægt væri að mæta þeim markmiðum sem fram koma hér að framan.

Á fundinum var farið yfir ýmsar hugmyndir og tillögur.

Veitu- og hafnaráð leggur til við byggðarráð að í stað þess að setja niðurskurðarkröfu á B hluta fyrirtæki sveitarsjóðs verði sett á þau ákeðin framlegðarkrafa. Rekstur þessara fyrirtækja og þá sérstaklega Hafnasjóðs hefur verið með ágætum.

Bundnar eru miklar væntingar til Hafnasjóðs, á næstu árum er búist við mikilli aukningu á umsvifum vegna byggingar á nýju frystihúsi og bættri viðlegu í Dalvíkurhöfn.

Niðurskurður í rekstri B hluta fyrirtækja þar sem eingöngu er horft til gjalda á því ekki við að mati ráðsins.

3.Ósk um kalt vatn í sumarbústað í landi Ytra-Hvarfs.

Málsnúmer 201606057Vakta málsnúmer

Við langningu á heitu vatni um Svarfaðardal á árinu 2007 kom upp umræða hjá sumarbústaðaeigendum í Ytra- og Syðra-Hvarfslandi um að kalt neysluvatn yrði einnig tryggt. Eftirfarandi samskipti áttu sér stað við Pálma Stefánsson á haustdögum 2007. Hér er vitnað beint í bréf sem hann fékk sent 30. október 2007.



"Þegar ákveðið var að leggja hitaveitu um Svarfaðardal varð niðurstaðan sú að leggja einnig kalt vatn með þar sem skurðurinn yrði grafinn og reyndar alveg að vatnstökustað á Bakkaeyrum, til þess að tryggja nægjanlegt eldvarnarvatn. Þessi áform voru kynnt á fundinum að Rimum sl. vor, þeim áformum hefur ekki verið breytt. Sú samþykkt sem þú vísar til í fyrirspurn þinni tekur til þess að samþykkt var að leggja einnig lögn fyrir kalt vatn í skurðinn í Hvarfinu, ef til þess kæmi að það þyrfti að grafa fyrir heitavatnslögninni í stað þess að plægja hana niður, eins og reiknað var með í kostnaðaráætlun. Það gekk ágætlega að plægja hana niður og því ekki farið í að grafa niður lögn fyrir kalt vatn enda stóð áður nefnd samþykkt einungis til þess ef ekki reyndist unnt að plægja lögnina niður eins og áður segir. Ég vísa þér á fundargerð umhverfisráðs frá 8. ágúst 2007. 9. líður Önnur mál, og fylgir hún hér með."

Hér er einnig umrædd bókun frá 8. ágúst 2007:



"Vatnsveita í Hvarfið Svarfaðardal.

Þar sem ekki er hægt að plæja hitaveitulögnina í Hvarfinu niður þarf að grafa fyrir henni, því er möguleiki á að leggja vatnsrör samhliða hitaveitulögn, umframkostnaður er áætlaður um 2 milljónir.

Umhverfisráð mælir með því við bæjarstjórn að með lagningu hitaveitulagnar í Hvarfið í Svarfaðardal verði jafnframt lögð vatnsrör til síðara nota.

Í upphafi þá stóð ekki til að leggja dreifikerfi hitaveitu svo langt frameftir eins raunin er í dag, það sem breyttist er sá fjöldi sumarhúsa sem ætlar að tengjast hitaveitunni og með því verður hitafall minna og þess vegna hægt að halda lengra."



Nú hefur Birgir Össurarson tekið þetta mál til umræðu með rafpósti frá 1. júní 2016, en þar segir:



"Ég hef mikinn hug á að græja kalda vatnið hjá mér í svetinni, er með sumarbústað í landi Ytra Hvarfs.

Það hafa verið alls konar pælingar hjá okkur húseigendum þarna síðustu misseri.

Ég veit að Símon hitti ykkur félaga um daginn.

Málið er að eftir að hitaveitan kom, þá er ég þarna mjög mikið allt árið um kring.

Ég veit ekki alveg hver staða mín er v/tryggingar ef eitthvað kemur upp á, þar sem ekkert kalt vatn er að sækja í nágrenni.

Hvað heldur þú alveg raunsætt, eru einhverjar líkur á að sveitarfélagið fari í þetta verk ?

Ég hef rætt þetta við Börk. Við Þorstein hér áður fyrr.

Við bústaðaeigendur erum að velta þessu mikið fyrir okkur, sem og Árni á Hofi. Og allir sammála um nauðsyn þess að fá vatnið."

Sviðsstjór lagði fram frumdrög að kostnaði við lagningu vatnsveitu fram Svarfaðardal að austanverðu fram í Hvarfið.

Fyrir liggur gróf kostnaðaráætlun á verkefninu.
Sviðsstjóra falið að koma upplýsingum til lóðarhafa og eiganda lóðanna um hver kostnaðurinn gæti orðið við verkefnið.
Kristján Hartarson vék af fundi kl. 8:55.

4.Ósk um nánari skýringar á heimæðareikningi vegna Snerru

Málsnúmer 201310135Vakta málsnúmer

Á 771. fundi byggðaráðs þann 17. mars 2016 var eftirfarandi bókað:

'Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00. Á 688. fundi byggðaráðs þann 16. janúar 2014 var eftirfarandi bókað: '4. 201310135 - Frá Þresti Karlssyni; Ósk um nánari skýringar á heimæðareikningi vegna Snerru. Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 9:14. Tekið fyrir erindi frá Þresti Karlssyni, dagsett þann 6. janúar 2014, er varðar athugasemdir við reikning vegna heimaæðagjalda og samskipti bréfritara við stjórnsýslu Dalvíkurbyggðar. Óskað er eftir að byggðaráð svari skriflega f.h. stjórnsýslu Dalvíkurbyggðar atriðum sem tiltekin eru í erindinu. Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs gerði grein fyrir ofangreindu máli. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara ofangreindu erindi.' Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Þresti Karlssyni, bréf dagsett þann 5. mars 2016, og varðar ítrekaða ósk til sveitarfélagsins um nánari skýringar á heimaæðareikningi vegna Snerru Svarfaðardal, fastanúmar 209-852. Til umræðu ofangreint. Þorsteinn vék af fundi kl. 13:25.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum. '



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, bréf dagsett þann 13. júní 2016, þar sem fram kemur að ráðuneytinu hefur borist meðfylgjandi erindi frá Þresti Karlssyni, vegna ágreinings hans við Hitaveitu Dalvíkur/Dalvíkurbyggð, varðandi heimæðarreikning. Ráðuneytið óskar hér með eftir umsögn Hitaveitu Dalvíkur um framangreint erindi, eigi síðar en 15. júlí n.k.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til veitu- og hafnaráðs til umsagnar, með fyrirvara að ráðið fundi fyrir 15. júlí n.k.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að umsögn verði gerð í samráði við lögmann sveitarfélagsins.

Sviðsstjóri kynnti málsatvik fyrir ráðsmönnum og sýndi afstöðu sumarhússins til dreifikerfis hita- og vatnsveitu.
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að koma öllum þeim gögnum sem málið snertir til lögfræðings Dalvíkurbyggðar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs