Frá Samorku; Stefnumótunardagur

Málsnúmer 202301068

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1055. fundur - 19.01.2023

Tekinn fyrir rafpóstur frá Samorku, dagsettur þann 09. janúar 2023, þar sem fram kemur að stefnumótunardagur Samorku verður haldinn 17. febrúar nk. á Fosshóteli í Reykjavík. Aðildarfélögum er boðið að taka þátt í stefnumótuninni og móta þannig starf samtakanna næstu misserin. Miðað er við 1-2 fulltrúa frá hverju aðildarfyrirtæki.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Frey Antonssyni og Felix Rafni Felixsyni að sækja stefnumótunardag Samorku.

Sveitarstjórn - 355. fundur - 14.02.2023

Á 1055. fundi byggðaráðs þann 19. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Samorku, dagsettur þann 09. janúar 2023, þar sem fram kemur að stefnumótunardagur Samorku verður haldinn 17. febrúar nk. á Fosshóteli í Reykjavík. Aðildarfélögum er boðið að taka þátt í stefnumótuninni og móta þannig starf samtakanna næstu misserin. Miðað er við 1-2 fulltrúa frá hverju aðildarfyrirtæki.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Frey Antonssyni og Felix Rafni Felixsyni að sækja stefnumótunardag Samorku. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að Freyr Antonsson og Felix Rafn Felixson verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar á stefnumótunardegi Samorku.