Byggðaráð

1051. fundur 08. desember 2022 kl. 13:15 - 16:46 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Úrgangsmál 2023

Málsnúmer 202111041Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, og Helgi Pálsson, rekstrarstjóri Terru á Norðurlandi, kl. 13:17.

Á 1050. fundi byggðaráðs þann 1. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 14:18. Á 352. fundi sveitarstjórnar þann 29. nóvember sl. var samþykkt sú tillaga byggðaráðs að byggðaráð verði stýrihópur sveitarfélagsins hvað varðar meðhöndlun úrgagns ásamt fulltrúum Dalvíkurbyggðar í vinnuhópi með SSNE. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dagsettur þann 28. nóvember nk. er varðar fund með Terru og þau atriði sem þarf að ræða: Staða á samstarfi sveitarfélaga á Eyjafjarðasvæðinu í úrgangsmálum. Hvaða leiðir getum við farið til að uppfylla ákvæði laganna um áramótin? Samningur þangað til að farið verður í nýtt útboð. Hvernig sjáum við verkefnið leyst fram að útboði? Rúmmálsmæling eða vigt? Greiðslukerfi? Kynningamál. Til umræðu ofangreint. Bjarni Daníel vék af fundi kl. 14:59.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fá fulltrúa frá Terru á næsta fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint. Lagt fram til kynningar."

Bjarni Daníel og Helgi viku af fundi kl. 14:13.
Lagt fram til kynningar.
Byggðaráð þakkar Helga og Bjarna Daníel fyrir góða yfirferð.

2.Frístund

Málsnúmer 202211126Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Friðrik Arnarsson, skólastjóri Dalvíkurskóla, kl. 14:17.

Á 1049. fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Úr málefna- og samstarfssamningi meirihluta;"Hafið verði samtal um frekari nýtingu félagsmiðstöðvar fyrir fleiri aldurshópa, þar á meðal frístund" . Til umræðu ofangreint.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir minnisblaði frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og skólastjóra Dalvíkurskóla varðandi hugmyndir um flutning á Frístund úr Dalvíkurskóla yfir í Víkurröst. Byggðaráð óskar eftir að fá viðkomandi stjórnendur á fund byggðaráðs þann 8. desember nk."

Með fundarboði fylgdi minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og skólastjóra Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, dagsett þann 7. desember sl. Lagt er til að stofnaður verði vinnuhópur um málið sem hefur það verkefni að ræða við alla sem koma að þessu verkefni.

Gísli, Gísli Rúnar og Friðrik viku af fundi kl. 14:42.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhóp vegna Frístundar.

3.Barnaverndarþjónusta frá 1.1.2023

Málsnúmer 202202044Vakta málsnúmer

Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:50.

Á 1050. fundi byggðaráðs þann 1. desember sl. upplýsti sveitarstjóri um gang mála hvað varðar viðræður við nágrannasveitarfélögin um barnaverndarþjónustu.

Sveitarstjóri og sviðsstjóri félagsmálasviðs gerðu grein fyrir gangi mála á milli funda hvað varðar samstarf um barnaverndarþjónustuna.Einnig var farið yfir á fundinum yfir þá stöðu sem upp er komin varðandi umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni vegna efnislegra breytinga sem gerðar hafa verið á samningsdrögum og þá óvissu sem upp er komin.

Eyrún vék af fundi kl. 15:17.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra félagsmálasviðs að vinna áfram að verkefninum og eiga umrædda fundi með nágrannasveitarfélögunum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með aðildarsveitarfélögum og óska skýringa á efnislegum breytingum á samningsdrögum.

4.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Breytingar í barnaverndarþjónustu sveitarfélaga

Málsnúmer 202212019Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 5. desember sl., þar sem fjallað er um breytingar í barnaverndarþjónustu sveitarfélaga. Stjórn Sambands íslenska sveitarfélaga hvetur sveitarstjórnir til að kynna sér breytingar sem taka gildi um áramót á fyrirkomulagi barnaverndarþjónustu pg taka ákvörðun um fyrirkomulag samstarfs ef við á.

Lagt fram til kynningar.

5.Frá SSNE; Almenningssamgöngur á starfssvæði SSNE

Málsnúmer 202211179Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá SSNE, rafpóstur dagsettur þann 30. nóvember 2022, þar sem fram kemur að SSNE hefur unnið að því að finna leiðir til að koma aftur á almenningssamgöngum á austursvæðinu, þ.e. frá Húsavík og til Þórshafnar. Sú tímatafla sem nú er ekið eftir hefur verið óbreytt í mörg ár, en aðstæður hafa breyst og ástæða til að taka stöðuna. SSNE leitar því nú til sveitarfélaganna á starfssvæðinu og óskað er eftir upplýsingum og athugasemdum í tengslum við þær leiðir sem nú eru keyrðar og hugmyndum um hvernig hægt er að auka notkun þeirra: Þarf að breyta tímatöflum? Má fækka ferðum eða þarf að fjölga ? Eru aðrir möguleikar í boða s.s. samþætting aksturs vegna tómstunda eða skóla sem hægt væri að opna á fyrir almenning? Leitast er eftir því við sveitarfélögin að þau sendi SSNE umbeðnar upplýsingar fyrir 18. janúar 2023.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umsagnar í umhverfis- og dreifbýlisráði og ungmennaráði.

6.Frá 352. fundi sveitarstjórnar þann 29.11.2022; 202209060 - Hitaveitulögn frá Syðri-Haga til Hjalteyrar

Málsnúmer 202210020Vakta málsnúmer

Á 352. fundi sveitarstjórnar þann 29. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 4. fundi skipulagsráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: Tekið fyrir erindi frá Skipulagasstofnun, dagsett 6. október 2022, þar sem óskað er eftir umsögn Dalvíkurbyggðar um matsskyldu vegna hitaveitulagnar sem Norðurorka hyggst leggja frá Syðri-Haga í Dalvíkurbyggð til Hjalteyrar í Hörgársveit. Skipulagsráð telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Einnig telur ráðið að ekki sé þörf á að framkvæmdin fari í umhverfismat. Í gildandi aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar er ekki gert ráð fyrir nýrri stofnlögn hitaveitu á þessu svæði. Framkvæmdin krefst breytingar á aðalskipulagi eða að lögnin verði tekin inn í endurskoðun aðalskipulags. Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.Til máls tóku: Helgi Einarsson. Felix Rafn Felixson. Freyr Antonsson. Gunnar Kristinn Guðmundsson. Katrín Sif Ingvarsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og tekur undir umsögn ráðsins hvað varðar matskyldu vegna hitaveitulagnar sem Norðurorka hyggst leggja frá Syðri-Haga í Dalvíkurbyggð til Hjalteyrar í Hörgársveit. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindu máli áfram til umfjöllunar í byggðaráði og veitu- og hafnaráði."

Ofangreint til umræðu.
Lagt fram til kynningar.

7.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Viðauki vegna hönnunar og framkvæmda á lóð Krílakots

Málsnúmer 202212023Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 vegna tafa á hönnun á lóð Krílakots. Óskað er eftir að liður 32200-11601 lækki um kr. 10.000.000 og verði 0 og liður 32200-11860 lækki um kr. 3.000.000 og verði kr. 2.000.000.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni nr. 37 við fjárhagsáætlun 2022 þannig að liður 32200-11601 verði 0 vegna leikskólalóðar og liður 32200-11860 lækki um kr. 3.000.000 vegna leikskólalóðar. Byggðaráð leggur til að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

8.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Viðauki vegna led-lýsingar í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202212024Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 6. desember sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 til lækkunar vegna tafa við kaup á búnði fyrir led-væðingu lýsingar í Dalvíkurskóla. Óskað er þvi eftir viðauka til lækkunar að upphæð kr. -14.500.000 á lið 32200-11602.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka til lækkunar að upphæð kr. -14.500.000 í fjárhagsáætlun 2022 á lið 32200-11602, viðauki nr. 38 og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Visað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

9.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Viðauki vegna frágangs á opnu svæði í Hringtúni

Málsnúmer 202212025Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 6. desember 2022, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 2.300.000 til lækkunar á lið 32200-11900 vegna frágangs á opnu svæði í Hringtúni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um lækkun á lið 32200-11900-frágangur á opnu svæði í Hringtúni, sem nemur kr. 2.300.000, viðauki nr. 39 við fjárhagsáætlun 2022. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

10.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Viðauki vegna einangrunar á útveggjum Krílakots

Málsnúmer 202212026Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, bréf dagsett þann 6. desember 2022, þar sem óskað er eftir viðauka til lækkunar á lið 31120-4610 um kr. 9.500.000 vegna einangrunar á útveggjum Krílakots. Um er að ræða framkvæmd sem flyst að mestu yfir á árið 2023.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni þannig að liður 31120-4610 verður kr. 6.850.000, viðauki nr. 40 við fjárhagsáætlun 2022, og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

11.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Viðauki vegna snjómoksturs 2022

Málsnúmer 202212028Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 6. desember sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 3.000.000 til lækkunar á lið 10600-4948 vegna snjómoksturs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni að upphæð kr. 3.000.000 til lækkunar á lið 10600-4948, viðauki nr. 41 við fjárhagsáætlun 2022, og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

12.Frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs; Viðauki vegna deiliskipulags

Málsnúmer 202212035Vakta málsnúmer

Tekin fyrir viðaukabeiðni frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs, móttekin 7. desember sl., þar sem óskað er eftir viðauka til lækkunar að upphæð kr. - 3.876.527 á lið 09230-4320 vegna vinnu við deiliskipulög.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni að upphæð kr. 3.876.527 til lækkunar á lið 09230-4320 og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé, viðauki nr. 42 við fjárhagsáætlun 2022. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

13.Frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs; Viðauki vegna Aðalskipulags

Málsnúmer 202212034Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs, móttekið 7. desember sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. -13.008.711 til lækkunar á lið 09220-4320 vegna vinnu við aðalskipulag sveitarfélagsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni nr. 43 við fjárhagsáætun 2022 þannig að liður 09220-4320 verði kr. 7.000.000 og lækkuninni að upphæð kr. 13.008.711 verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

14.Fundargerðir starfs- og kjaranefndar 2022; fundargerð 06.12.2022

Málsnúmer 202201039Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 6. desember sl.
Lagt fram til kynningar.

15.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; fundargerð stjórnar nr. 915

Málsnúmer 202201071Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 915 frá 25. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

16.Frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs; Hönnun fráveitu Dalvíkurbyggðar-viðaukabeiðni

Málsnúmer 202212045Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dagsett þann 8. desember 2022, þar sem óskað eftir viðauka að upphæð kr. 12.000.000 til lækkunar vegna hönnunar á tvöföldu fráveitukerfi á Dalvík þar sem ekki tókst að hrinda þeirri vinnu í framkvæmd á þessu ári. Um er að ræða lið 74200-11860- verknúmer FD006.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni nr. 44 við fjárhagsáætlun 2022 þannig að liður 74200-11860-FD006 verði kr. 0 og lækki því um kr. 12.000.000. Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 16:46.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs