Byggðaráð

1032. fundur 07. júlí 2022 kl. 13:15 - 16:01 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Laxós/Guðmundi Vali Stefánssyni; Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand.

Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Guðmundur Valur Stefánsson, frá Laxósi, Hreinn Þór Hauksson frá Íslenskum verðbréfum, Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar.
Eyrún Ingibjörg Sigurþórsdóttir, sveitarstjóri, tók þátt í fundinum í gegnum síma.

Á 1015. fundi byggðaráðs þann 3. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1014. fundi byggðaráðs þann 27. janúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað: "Íbúafundur (fjarfundur) var haldinn í gær 19. janúar sl. um fyrirhugað seiðaeldi þar sem forsvarsmenn Laxóss ehf. og Dalvíkurbyggð kynntu hugmyndir að breytingum á aðal- og deiliskipulagi og áformaða starfsemi. Einnig voru kynntar módelmyndir/þrívíddarteikningar af svæðinu sem um ræðir sem er lóð sunnan Öldugötu og uppfylling austan ferjubryggju Árskógssandshafnar. Fundurinn var tekinn upp og verður upptakan og gögn aðgengileg á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Fram kom í máli sveitarstjóra að búið er að lengja frest til að koma með athugasemdir til 6. febrúar nk. Lagt fram til kynningar." Sveitarstjóri og Jón Ingi Sveinsson gerðu grein fyrir vettvangsferð í gær á Tálknafjörð ásamt varaformanni umhverfisráðs og Rögnvaldi Guðmundssyni, starfsmanni frá SSNE, til að kynna sér seiðaeldisstöð þar. Sveitarstjóri gerði grein fyrir að Laxós er að láta vinna einnig hugmyndir að skipulagi miðað við að húsin á landfyllingunni færu meira inn undir bakkann. Lagt fram til kynningar." Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi íbúasamtaka á Árskógssandi þriðjudaginn 1. febrúar sl. um fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand og stöðu mála. Lagt fram til kynningar."

Á 368. fundi umhverfisráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjóri fór yfir málin frá síðasta fundi umhverfisráðs en búið er að halda íbúafund til kynningar verkefninu ásamt því að sveitarstjóri sat fyrir svörum á fundi íbúaráðs á Árskógssandi. Fjölmargar athugasemdir bárust í kjölfar fundanna. Forsvarsmenn Laxóss eru að endurmeta stöðu verkefnisins og því kemur ekki til neinnar ákvarðanatöku umhverfisráðs á þessum fundi. Lagt fram til kynningar."

Guðmundur Valur og Hreinn Þór gerðu grein fyrir stöðu verkefnisins og Guðmundur Valur fór yfir samantekt sína.

Guðmundur Valur vék af fundi kl. 14:20.
Lagt fram til kynningar.

2.Stórþarasláttur og vinnsla

Málsnúmer 201902143Vakta málsnúmer

Á 1021. fundi byggðaráðs þann 17. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Undanfarnar vikur hefur verið til skoðunar og umfjöllunar erindi Íslandsþara um mögulega staðsetningu á starfsemi fyrirtækisins á Dalvík. Fyrirtækið hefur ekki ákveðið endanlega staðsetningu en verið í viðræðum við Norðurþing og Dalvíkurbyggð. Starfsemi fyrirtækisins snýst um veiðar og vinnslu á stórþara úti fyrir norðurlandi. Starfsemi fyrirtækisins mun byggja á nýjustu tækni og ströngum viðmiðum um hreinlæti, sjálfbærni og umhverfisvernd. Staðsetning með góðu aðgengi að hafnarkanti er mikilvæg fyrir svo hafnsækna starfsemi og því er horft til nýrrar landfyllingar við Sandskeið sem er merkt L2 ný landfylling á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar. Fyrirtækið óskar eftir hærra hitastigi á vatni heldur en Dalvíkurbyggð getur afhent eins og er en unnið er að því að afla upplýsinga og gagna vegna þeirra innviða og uppbyggingar sem starfsemin þarfnast svo hægt sé að taka afstöðu til erindisins. Sjá einnig næsta mál á dagskrá nr. 202203035. Byggðaráð hefur frá upphafi verið áhugasamt um starfsemi fyrirtækisins og telur hana falla vel að stefnu sveitarfélagsins um umhverfisvæna starfsemi sem byggir á frumvinnslu og fullvinnslu hágæðavöru með sjálfbærri nýtingu auðlinda. Byggðaráð felur sveitarstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gagnaöflun vegna verkefnisins. Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum. "

Hreinn Þór Hauksson frá Íslenskum verðbréfum gerði grein fyrir stöðu þessa verkefnis.

Hreinn Þór vék af fundi kl. 15:00.

Helga Íris vék af fundi kl. 15:00.

Eyrún Ingibjörg vék af fundi kl. 15:00.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna áfram að málinu vegna hitastigs á mögulegri afhendingu á heitu vatni.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202112043Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202207012Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

5.Ráðning sveitarstjóra, sbr. 49. gr. Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar; ráðningarsamningur

Málsnúmer 202205179Vakta málsnúmer

Á 347. fundi sveitarstjórnar þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til eftirfarandi tillögu hvað varðar ráðningu sveitarstjóra: Sveitarstjórn samþykkir að ráða Eyrúnu Ingibjörgu Sigþórsdóttur, til heimils að Miðtúni 18, 460. Tálknafirði, sem sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar kjörtímabilið 2022-2026. Byggðarráði er falið að ganga frá starfssamningi við sveitarstjóra. Einnig tóku til máls: Katrín Sigurjónsdóttir. Helgi Einarsson. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu um ráðningu sveitarstjóra, "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að starfs- og ráðningarsamningi við Eyrúnu Ingibjörgu Sigþórsdóttur.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að starfs- og ráðningasamningi við sveitarstjóra og felur formanni byggðaráðs undirritun fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

6.Starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026; framhald

Málsnúmer 202204134Vakta málsnúmer

Frestað.

7.Frá Landskjörstjórn; Kostnaður við sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022

Málsnúmer 202206137Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Landskjörstjórn, dagsett þann 30. júní 2022, þar sem fram kemur samantekt Landskjörstjórnar á kostnaði vegna sveitarstjórnarkosninganna vegna utankjörfundargagna, kjörgagna á kjördegi, síma til að skanna rafræn ökuskírteini. Reikningur sem mun berast Dalvíkurbyggð vegna þessa er kr. 88.615.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti yfirlit yfir deild 21110- sveitarstjórnarkosningar sem sýnir áætlaðan kostnað vs. bókaðan kostnað.
Heimild í fjárhagsáætlun er kr. 2.541.026 en nú þegar er bókað kr. 3.395.927. Eftir er að bóka kostnað vegna húsleigu í Dalvíkurskóla og ofangreindan reikning.
Á deild 21110 er bókaður kostnaður vegna smíði á nýjum kjörklefum, sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun, að upphæð rúmar kr. 500.000. Gera má því ráð fyrir að kostnaður umfram áætlun verði rúmar 1,0 m.kr.
Lagt fram til kynningar og vísað á deild 21110.

8.Frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.; Áreiðanleikakönnun viðskiptamanna tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Málsnúmer 202207015Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. dagsett þann 5. júlí 2022, þar sem fram kemur að Lánasjóðnum ber samkvæmt lögum að framkvæma áreiðanleikakönnun á viðskiptamönnum sínum við upphaf viðvarandi samningssambands auk þess að kanna áreiðanleika núverandi viðskiptamanna. Af þeim ástæðum óskar Lánasjóðurinn eftir afriti af gildum og viðurkenndum persónuskilríkjum (vegabréfið eða ökuskírteini) fyrir alla nýkjörna fulltrúa í sveitarstjórn sveitarfélagsins, sveitarstjóra og annarra sem hafa prókúru fyrir viðkomandi sveitarfélag. Að auki óskar Lánasjóðurinn eftir staðfestingu á að viðkomandi aðilar séu réttilega að prókúru eða heimild komnir, t.d. meið afriti af undirritaðri fundargerð sveitarstjórnar. Umbeðin gögn óskast send fyrir 30. ágúst nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að afla og senda umbeðin gögn til Lánasjóðs sveitarfélaga.

9.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Framboðsfrestur til formanns sambandsins

Málsnúmer 202207017Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 5. júlí sl., þar sem fram kemur að framboðsfrestur til formannskjörs Sambandsins er til og með 15. júlí og kjörgengir eru aðalmenn og varamenn í sveitarstjórn. Þeim sem ætla að bjóða sig fram er bent á að tilkynna með því að senda tölvupóst á samband@samband.is. Rétt til þátttöku í formannskosningu eiga landsþingsfulltrúar.
Lagt fram til kynningar.

10.Félagsmálaráð - 259, frá 01.07.2022.

Málsnúmer 2206007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:01.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs