Frá Landskjörstjórn; Kostnaður við sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022

Málsnúmer 202206137

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1032. fundur - 07.07.2022

Tekið fyrir erindi frá Landskjörstjórn, dagsett þann 30. júní 2022, þar sem fram kemur samantekt Landskjörstjórnar á kostnaði vegna sveitarstjórnarkosninganna vegna utankjörfundargagna, kjörgagna á kjördegi, síma til að skanna rafræn ökuskírteini. Reikningur sem mun berast Dalvíkurbyggð vegna þessa er kr. 88.615.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti yfirlit yfir deild 21110- sveitarstjórnarkosningar sem sýnir áætlaðan kostnað vs. bókaðan kostnað.
Heimild í fjárhagsáætlun er kr. 2.541.026 en nú þegar er bókað kr. 3.395.927. Eftir er að bóka kostnað vegna húsleigu í Dalvíkurskóla og ofangreindan reikning.
Á deild 21110 er bókaður kostnaður vegna smíði á nýjum kjörklefum, sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun, að upphæð rúmar kr. 500.000. Gera má því ráð fyrir að kostnaður umfram áætlun verði rúmar 1,0 m.kr.
Lagt fram til kynningar og vísað á deild 21110.