Frá Lánasjóði seitarfélaga ohf.; Áreiðanleikakönnun viðskiptamanna tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Málsnúmer 202207015

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1032. fundur - 07.07.2022

Tekið fyrir erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. dagsett þann 5. júlí 2022, þar sem fram kemur að Lánasjóðnum ber samkvæmt lögum að framkvæma áreiðanleikakönnun á viðskiptamönnum sínum við upphaf viðvarandi samningssambands auk þess að kanna áreiðanleika núverandi viðskiptamanna. Af þeim ástæðum óskar Lánasjóðurinn eftir afriti af gildum og viðurkenndum persónuskilríkjum (vegabréfið eða ökuskírteini) fyrir alla nýkjörna fulltrúa í sveitarstjórn sveitarfélagsins, sveitarstjóra og annarra sem hafa prókúru fyrir viðkomandi sveitarfélag. Að auki óskar Lánasjóðurinn eftir staðfestingu á að viðkomandi aðilar séu réttilega að prókúru eða heimild komnir, t.d. meið afriti af undirritaðri fundargerð sveitarstjórnar. Umbeðin gögn óskast send fyrir 30. ágúst nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að afla og senda umbeðin gögn til Lánasjóðs sveitarfélaga.