Tillaga minni sveitarfélaga - Frumvarp um íbúalágmark

Málsnúmer 202102158

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 977. fundur - 01.03.2021

Tekið fyrir erindi frá Starfshópi minni sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 23. febrúar 2021. Þar er kynnt tillaga sem hópur minni sveitarfélaga hefur unnið í því skyni að hún gæti komið í stað íbúalágmarks. Þá með það að markmiði að styrkja og efla sveitarstjórnarstigið, ekki hvað síst með sameiningum. Að tillögunni standa um 20 sveitarfélög en vonir eru bundnar við að fulltrúar fleiri sveitarfélaga sjái tækifæri í að senda inn umsögn um frumvarpið og styðja tillöguna. Umsagnarfrestur hefur verið framlengdur til 1. mars 2021.

Lagt fram til kynningar.