Frá Leiguíbúðum Dalvíkurbyggðar hses; Fjárhagsstaða Leiguíbúðanna hses

Málsnúmer 202007055

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 950. fundur - 21.07.2020

Jón Ingi Sveinsson vék af fundi kl. 13:18 vegna vanhæfis og varaformaður tók við fundarstjórn.

Tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses, dagsett þann 16. júlí 2020, þar sem fram kemur að óskað er efti því að Dalvíkurbyggð veiti Leiguíbúðum Dalvíkurbyggðar hses skammtímalán allt að fjárhæð 10 m.kr.

Forsendur þessa eru þær að þegar lánsþörf félagsins var metin í júní 2019 lá ekki fyrir að verkið myndi dragast um rúmlega 5 mánuði. Sú töf, ásamt aukaverkum við húsin sem voru samþykkt af stjórn, hefur valdið því að það mun líklega vanta um 5 milljónir til að loka fjárfestingunni með þeirri lántöku sem var samþykkt í fyrra.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum lánafyrirgreiðslu til skamms tíma til Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses að upphæð kr. 10.000.000 og að gengið verði frá láninu í skuldabréfakerfi sveitarfélagsins með lánskjörum í samræmi við sambærileg lán hjá fjármálafyrirtækjum, Jón Ingi tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.