Fyrirtækjaþing 2017

Málsnúmer 201709015

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 26. fundur - 06.09.2017

Í byrjun árs 2017 ákvað atvinnumála- og kynningarráð að halda íbúaþing þar sem umfjöllunarefnin yrðu tækifæri, bjartsýni og jákvæð uppbygging samfélagsins. Vegna dræmrar þátttöku var íbúaþingið fellt niður.

Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að halda fyrirtækjaþing í febrúar 2018.

Atvinnumála- og kynningarráð - 30. fundur - 17.01.2018

Á 28. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var bókað:

,,Á síðasta fundi atvinnumála- og kynningarráðs var samþykkt að næsta fyrirtækjaþing ráðsins yrði haldið í febrúar 2018.

Ráðið heldur áfram að ræða um möguleg umræðuefni þingsins. "
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að umfjöllunarefni á fyrirtækjaþingi verði markaðssetning.

Ráðið stefnir að því að fyrirtækjaþingið verði haldið miðvikudaginn 28. febrúar kl. 13:00.

Upplýsingafulltrúa er falið að vinna að dagskrá og leggja fyrir ráðið á næsta fundi þess.

Atvinnumála- og kynningarráð - 31. fundur - 07.02.2018

Á 30. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 17.01.2018 var meðal annars bókað:

,,Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að umfjöllunarefni á fyrirtækjaþingi verði markaðssetning.

Ráðið stefnir að því að fyrirtækjaþingið verði haldið miðvikudaginn 28. febrúar kl. 13:00.

Upplýsingafulltrúa er falið að vinna að dagskrá og leggja fyrir ráðið á næsta fundi þess."

Upplýsingafulltrúi kynnti hugmynd að dagskrá þingsins.

Til umræðu ofangreint.
Atvinnumála- og kynningarráð líst vel á þær tillögur sem hafa komið fram og felur upplýsingafulltrúa að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Atvinnumála- og kynningarráð - 32. fundur - 07.03.2018

Þann 28. febrúar síðastliðinn hélt atvinnumála- og kynningarráð fyrirtækjaþing sitt 2018 undir yfirskriftinni Hvernig á að ná árangri í markaðssetingu? Fyrirlesari var Gunnar Thorberg Sigurðsson markaðsfræðingur og fór hann vítt og breytt yfir áherslur í markaðssetningu, allt frá mikilvægi þess að gera áætlun um markaðssetningu yfir í leiðir í rafrænni markaðssetningu.

Ríflega 40 manns sóttu þingið, úr Dalvíkurbyggð og nærsveitum, og frá ýmsum atvinnugreinum.

Til kynningar.
Atvinnumála- og kynningarráð lýsir yfir ánægju sinni með vel heppnað fyrirtækjaþing og þakkar öllum þeim sem sáu sér fært að mæta og taka þátt.