Frá Ferðamálastofu; Ósk um samstarf við Ferðamálastofu

Málsnúmer 201606117

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 782. fundur - 30.06.2016

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 13:50.



Tekið fyrir bréf frá Ólöfu Ýrr Atladóttur, ferðamálastjóra, bréf dagsett þann 23. júní 2016, er varðar ósk um samstarf vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks. Um er að ræða framhald verkefnis sem gengið hefur undir nafninu "Kortlagning auðlinda ferðaþjónustunnar". Til að vinna verkefnið áfram telur Ferðamálastofa vænlegra að leita nú eftir beinu samstarfi við hvert sveitarfélag þannig að tilefndur verði af þess hálfu ábyrgur aðili til að fara yfir gögn sem enn eru til staðar en hafa ekki verið birt, ásamt því að koma með tillögur að nýjum stöðum. Ferðamálastofa mun greiða sveitarfélögum fyrir þá vinnu sem til fellur vegna þessa þannig að greitt verði einingarverð sem nemur kr. 5.000 á hvern stað sem er rýndur eða tilnefndur.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að upplýsingafulltrúi og sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs verði tengiliðir sveitarfélagsins vegna þessa verkefnis.

Byggðaráð vísar erindinu áfram til atvinnumála- og kynningarráðs.

Atvinnumála- og kynningarráð - 21. fundur - 14.09.2016

Á 782. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:



,,Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 13:50.



Tekið fyrir bréf frá Ólöfu Ýrr Atladóttur, ferðamálastjóra, bréf dagsett þann 23. júní 2016, er varðar ósk um samstarf vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks. Um er að ræða framhald verkefnis sem gengið hefur undir nafninu 'Kortlagning auðlinda ferðaþjónustunnar'. Til að vinna verkefnið áfram telur Ferðamálastofa vænlegra að leita nú eftir beinu samstarfi við hvert sveitarfélag þannig að tilefndur verði af þess hálfu ábyrgur aðili til að fara yfir gögn sem enn eru til staðar en hafa ekki verið birt, ásamt því að koma með tillögur að nýjum stöðum. Ferðamálastofa mun greiða sveitarfélögum fyrir þá vinnu sem til fellur vegna þessa þannig að greitt verði einingarverð sem nemur kr. 5.000 á hvern stað sem er rýndur eða tilnefndur.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að upplýsingafulltrúi og sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs verði tengiliðir sveitarfélagsins vegna þessa verkefnis.

Byggðaráð vísar erindinu áfram til atvinnumála- og kynningarráðs."
Til kynningar.