Upplýsingabeiðni vegna skýrslu um samkeppnisrekstur opinberra aðila

Málsnúmer 201909073

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 919. fundur - 19.09.2019

Tekinn fyrir rafpóstur frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu dagsettur 3. september 2019, beiðni um upplýsingar um tengsl sveitarfélagsins við aðila í atvinnurekstri vegna skýrslu um samkeppnisrekstur opinberra aðila. Beðið er um að upplýsingar verði sendar ráðuneytinu eigi síðar en 1. október nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa erindinu til Atvinnumála- og kynningarráðs og upplýsingafulltrúa.

Atvinnumála- og kynningarráð - 47. fundur - 02.10.2019

Á 919. fundi byggðaráðs þann 19. september 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu dagsettur 3. september 2019, beiðni um upplýsingar um tengsl sveitarfélagsins við aðila í atvinnurekstri vegna skýrslu um samkeppnisrekstur opinberra aðila. Beðið er um að upplýsingar verði sendar ráðuneytinu eigi síðar en 1. október nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa erindinu til Atvinnumála- og kynningarráðs og upplýsingafulltrúa."

Á fundinum var lagður fram rafpóstur frá lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 25. september 2019 þar sem fram kemur að Sambandið hefur gert töluverðar athugasemdir við umfang könnunarinnar og minnt á að starfsmenn sveitarfélaga telja það ekki endilega vera forgangsverkefni að svara könnunum sem þessari.

Við gerð könnunarinnar var að sögn Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins leitast við að einfalda eins og kostur er hvernig henni yrði svarað.
Málið rætt.
Þar sem ráðið fundaði ekki fyrr en eftir að skilafrestur rann út var þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að svara þessu erindi sem fyrst.