Samráðsfundur 2019

Málsnúmer 201905025

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 85. fundur - 08.05.2019

Á fundinn var mættur Pétur Ólafsson, hafnastjóri Hafnasamlags Norðurlands og formaður Cruise Iceland. Pétur gerði ráðsmönnum grein fyrir starfssemi félagsins Cruise Iceland og svaraði fyrirspurnum.
Veitu- og hafnaráð óskar eftir því að haldinn verði sameiginlegur fundur með atvinnumála- og kynningarráði þar sem tekið yrði til athugunar hvort vinna eigi að móttöku skemmtiferðaskipa í Dalvíkurbyggð.

Atvinnumála- og kynningarráð - 46. fundur - 04.09.2019

Í bókun frá 85. fundi veitu- og hafnaráðs óskar ráðið eftir því að haldinn verði sameiginlegur fundur með atvinnumála- og kynningarráði þar sem tekið yrði til athugunar hvort vinna eigi að móttöku skemmtiferðaskipa í Dalvíkurbyggð.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að á októberfundi ráðsins verði fundað með veitu- og hafnarráði kl. 10

Atvinnumála- og kynningarráð - 47. fundur - 02.10.2019

Á 46. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs þann 4. september 2019 samþykkti ráðið samhljóða með 4 atkvæðum að á októberfundi ráðsins verði fundað með veitu- og hafnarráði kl. 10 þar sem tekið yrði til athugunar hvort vinna eigi að móttöku skemmtiferðaskipa í Dalvíkurbyggð.

Veitu- og hafnarráð og Atvinnumála- og kynningaráð halda því samráðsfund í kjölfar fundanna um kl. 10
Veitu- og hafnarráð kom inn á fund Atvinnumála- og kynningaráðs kl. 10 til að ræða möguleikann á móttöku skemmtiferðaskipa í Dalvíkurbyggð.

Fundurinn var afar áhugaverður og margir góðir punktar komu fram. Mest var rætt um hversu mikilvægt það væri að afþreyingaraðilar í Dalvíkurbyggð yrðu tilbúnir að taka á móti þeim aukna fjölda ferðamanna sem myndi koma í byggðalagið. Einnig var rætt um hugsanlegt samstarf við Cruise Iceland og möguleikann á að þjónustu- og upplýsingafulltrúi fari fyrir hönd ráðanna á ráðstefnuna SeatradeCruiseGlobal sem haldin verður í Miami 20.-23. apríl 2020 til að kynnast betur hvers er krafist af byggðalagi sem skemmtiferðaskipin sækja heim.

Atvinnumála- og kynningaráð þakkar góðar umræður á fundinum.