Hádegistónleikar-Blikandi haf

Hádegistónleikar-Blikandi haf
Dúettar, íslensk sönglög og senur úr óperum. Skemmtileg og lífleg dagskrá fyrir alla aðdáendur klassískrar tónlistar.
Tónlistarhópurinn Vor er skipaður 3 íslenskum listamönnum sem starfað hafa saman um árabil.
Egill Árni Pálsson - tenor 
Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir - sópran 
Hrönn Þráinsdóttir - píanó 
Hópurinn er nýkominn heim úr tónleikaferð til Seattle í Bandaríkjunum og vinnur nú að þriðju tónleikunum í tónleikaröðinni Brautryðjendur, sem fram fara í Salnum í Kópavogi 12.október á þessu ári. Ingibjörg og Egill hafa bæði starfað sem óperusöngvarar í þýskalandi og hjá Íslensku Óperunni.
Egill Árni Pálsson gaf nýverið út geisladiskinn "Leiðsla" sem inniheldur aðeins íslensk sönglög, og hefur hann hlotið mjög góðar móttökur. þar má bæði finna dúetta og einsöngslög. Egill kennir söng við Söngskólann í Reykjavík og situr í stjórn Félags íslenskra söngkennara. Ingibjörg Aldís og Hrönn Þráinsdóttir hafa gefið út diskinn "Í dag skein sól" sem er blanda af íslenskum sönglögum og aríum. Hrönn Þráinsdóttir er einn af okkar bestu píanóleikurum og hefur spilað með öllum helstu listamönnum þjóðarinnar. Hún hlaut nýverið listamannalaun og starfar sem kennari við Söngskólann í Reykjavík.
Miðaverð 1500.-  (1000.- fyrir eldri borgara og öryrkja). Miðasala við innganginn.